Segir núverandi fyrirkomulag vera að eyðileggja samkeppni í flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 15:29 Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hindri samkeppni. Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“ Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“
Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42