Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 14:42 Sú staðreynd að Icelandair hefur fengið forgang nánast öllum afgreiðslutímum á álagstímum úthlutað gefur flugfélaginu mikið samkeppnisforskot, að mati Samkeppniseftirlitsins. vísir/vilhelm Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. Vegna þessa hefur stofnunin beint því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að gripið verði til aðgerða þar sem hagsmunir almennings af virkri samkeppni í áætlunarflugi verði settir á oddinn. Afgreiðslutímarnir sem um ræðir eru annars vegar á milli 7 og 8 á morgnana og hins vegar á milli 16 og 17:30 síðdegis. Um álagstíma á flugvellinum er að ræða en afgreiðslutími er sá tími sem flugfélögin fá úthlutað til að lenda, nýta sér þjónustu og flugafgreiðslu á flugvellinum og taka svo á loft.Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er afrakstur rannsóknar sem ráðist var í eftir kvörtun sem flugfélagið WOW air beindi til eftirlitsins á síðasta ári vegna meints samkeppnisforskots Icelandair vegna umræddra afgreiðslutíma. Leiddi rannsóknin í ljós að afgreiðslutímarnir væru „sérstaklega mikilvægir flugfélögum sem vilja koma á samkeppni í tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku, með Keflavíkurflugvöll sem tengistöð. Rannsóknin leiðir ennfremur í ljós að Icelandair hefur ekki aðeins forgang að afgreiðslutímum sem félaginu hefur verið úthlutað áður, heldur einnig nýjum afgreiðslutímum sem stafa af aukinni afkastagetu.“ Sú staðreynd að Icelandair hefur fengið forgang nánast öllum afgreiðslutímum á álagstímum úthlutað gefur flugfélaginu mikið samkeppnisforskot, að mati Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur jafnframt að Isavia hafi ítrekað mótmælt því mati eftirlitsins að umræddir afgreiðslutímar séu mikilvægir með tilliti til samkeppnissjónarmiða. „Þá bera samskipti við Samgöngustofu með sér að stofnunin hefur takmarkaðan skilning á þeim samkeppnishindrunum sem tengjast úthlutun á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli og Samkeppniseftirlitið hefur bent á um árabil. Hefur stofnunin virt að vettugi tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að framkvæma samkeppnismat við endurskoðun á fyrirkomulagi við úthlutun á afgreiðslutímum.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. Vegna þessa hefur stofnunin beint því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að gripið verði til aðgerða þar sem hagsmunir almennings af virkri samkeppni í áætlunarflugi verði settir á oddinn. Afgreiðslutímarnir sem um ræðir eru annars vegar á milli 7 og 8 á morgnana og hins vegar á milli 16 og 17:30 síðdegis. Um álagstíma á flugvellinum er að ræða en afgreiðslutími er sá tími sem flugfélögin fá úthlutað til að lenda, nýta sér þjónustu og flugafgreiðslu á flugvellinum og taka svo á loft.Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er afrakstur rannsóknar sem ráðist var í eftir kvörtun sem flugfélagið WOW air beindi til eftirlitsins á síðasta ári vegna meints samkeppnisforskots Icelandair vegna umræddra afgreiðslutíma. Leiddi rannsóknin í ljós að afgreiðslutímarnir væru „sérstaklega mikilvægir flugfélögum sem vilja koma á samkeppni í tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku, með Keflavíkurflugvöll sem tengistöð. Rannsóknin leiðir ennfremur í ljós að Icelandair hefur ekki aðeins forgang að afgreiðslutímum sem félaginu hefur verið úthlutað áður, heldur einnig nýjum afgreiðslutímum sem stafa af aukinni afkastagetu.“ Sú staðreynd að Icelandair hefur fengið forgang nánast öllum afgreiðslutímum á álagstímum úthlutað gefur flugfélaginu mikið samkeppnisforskot, að mati Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur jafnframt að Isavia hafi ítrekað mótmælt því mati eftirlitsins að umræddir afgreiðslutímar séu mikilvægir með tilliti til samkeppnissjónarmiða. „Þá bera samskipti við Samgöngustofu með sér að stofnunin hefur takmarkaðan skilning á þeim samkeppnishindrunum sem tengjast úthlutun á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli og Samkeppniseftirlitið hefur bent á um árabil. Hefur stofnunin virt að vettugi tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að framkvæma samkeppnismat við endurskoðun á fyrirkomulagi við úthlutun á afgreiðslutímum.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira