Heimsmeistaramótið á HM í handbolta er ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Katar þessa dagana en Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni er einnig í gangi.
Þremur hringjum af fjórum er lokið en fyrir lokahringinn ríkir töluverð spenna þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. Það eru þeir Marc Warren, Bernd Wieseberger, Emiliano Grillo og Brendan Grace en þeir eru með tveggja högga forskot á næstu menn.
Spánverjinn Sergio Garcia sigraði í mótinu á síðasta ári en draumar hans um titilvörn hurfu eins og dögg fyrir sólu á þriðja hring í morgun sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann situr jafn í 62. sæti á einu höggi undir pari.
Þá tókst Gary Stal, unga frakkanum sem sigraði í síðustu viku á Abu Dhabi meistaramótinu eftir ævintýralegan lokahring, ekki að fylgja sigrinum eftir en hann náði ekki niðurskurðinum í Katar og endaði á fjórum höggum yfir pari.
Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun en mótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum um helgina þar sem Humana Challenge á PGA-mótaröðinni er einnig á dagskrá. Hægt er að nálgast alla beinu útsendingartíma Golfstöðvarinnar hér.
Spenna fyrir lokahringinn í Katar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn



Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“
Enski boltinn