Hringinn á rafmagnsbíl á 30 tímum Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 09:32 Tesla Model S bíllinn hlaðinn á Hótel Rangá. Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent
Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent