Af endurhæfingu krabbameinsgreindra Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 14. mars 2015 07:00 Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, með langvarandi afleiðingum á heilsu og lífsgæði, skiptir miklu máli að markviss og skipulögð endurhæfing sé í boði. Þeim sem gangast undir hjartaaðgerð stendur slík endurhæfing sjálfkrafa til boða eftir aðgerð ýmist á endurhæfingarstöð Landspítalans og/eða á Reykjalundi. Misjafnt er hvernig staðið er að þessum málum á landsbyggðinni en hingað til hefur landsbyggðarfólk einnig átt aðgang að Reykjalundi. Aftur á móti eru endurhæfingarmál krabbameinssjúklinga ekki í eins föstum skorðum en þrátt fyrir það eiga þeir möguleika á margs konar úrræðum. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er sérhæfð endurhæfing og stuðningur, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt andlegt og félagslegt þrek. Það góða starf sem þar er unnið hefur reynst mörgum krabbameinsveikum afar vel. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, hefur nú sett á laggirnar endurhæfingar- og útivistarhóp, Fítonskraft, fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Fítonskraftur nýtur stuðnings frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands en starfinu stýrir íþróttafræðingur með meistarapróf á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungt fólk sem vill endurhæfa sig og stunda íþróttir og útivist undir handleiðslu sérfræðings.Kærkomin viðbót Þessi starfsemi Krafts og KÍ er kærkomin viðbót við þá faglegu starfsemi sem boðið er upp á í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Þar geta allir, sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, komið og notið bæði andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar, t.d. sótt qigong-heilsuæfingar, djúpslökun, sálfræðiþjónustu, samtalsmeðferð sérhæfðra hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, námskeið í núvitund og hugrænni atferlismeðferð, svo eitthvað sé nefnt. Flest af þessu er án endurgjalds. Fítonskraftur er valkostur fyrir ungt fólk sem vill endurhæfa sig og stunda íþróttir og útivist með jafnöldrum sínum, þ.e. ungu fólki á aldrinum 18–40 ára; fólki sem e.t.v. finnur sig ekki á eigin vegum við sjálfstæðar æfingar innan líkamsræktarstöðvanna. Í Fítonskrafti fær þetta unga fólk tækifæri til að bera saman bækur sínar um reynslu sína og veitir þannig jafningjastuðning um leið og það stundar endurhæfingu, íþróttir og útivist samkvæmt eigin getu undir handleiðslu sérfræðings. En þrátt fyrir að krabbameinsgreindum standi til boða ýmsir góðir valkostir í endurhæfingarmálum er engu að síður afar æskilegt að heilbrigðisyfirvöld móti stefnu í endurhæfingarmálum þessa sjúklingahóps, sem líkist þeirri sem mótuð hefur verið fyrir hjartasjúklinga. En á meðan slík stefna er ekki til staðar, stendur öllum skjólstæðingum til boða að velja á milli nokkurra góðra kosta eins og endurhæfingarinnar í Ljósinu, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og hjá Krafti í hinum nýja hópi, Fítonskrafti. Allt eru þetta afar góð úrræði, þótt áherslur séu misjafnar. Mestu máli skiptir að krabbameinsveikt fólk hafi valkosti á sviði endurhæfingar og íþróttaiðkunar. Þessir góðu valkostir eru reknir af sjálfstæðum félagasamtökum en undanskilur þó ekki opinbera aðila að skipuleggja heildstæða stefnu á sviði endurhæfingar þessa hóps sjúklinga þannig að allir geti nýtt sér þjónustuna, hvar sem þeir kunna að vera búsettir á landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, með langvarandi afleiðingum á heilsu og lífsgæði, skiptir miklu máli að markviss og skipulögð endurhæfing sé í boði. Þeim sem gangast undir hjartaaðgerð stendur slík endurhæfing sjálfkrafa til boða eftir aðgerð ýmist á endurhæfingarstöð Landspítalans og/eða á Reykjalundi. Misjafnt er hvernig staðið er að þessum málum á landsbyggðinni en hingað til hefur landsbyggðarfólk einnig átt aðgang að Reykjalundi. Aftur á móti eru endurhæfingarmál krabbameinssjúklinga ekki í eins föstum skorðum en þrátt fyrir það eiga þeir möguleika á margs konar úrræðum. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er sérhæfð endurhæfing og stuðningur, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt andlegt og félagslegt þrek. Það góða starf sem þar er unnið hefur reynst mörgum krabbameinsveikum afar vel. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, hefur nú sett á laggirnar endurhæfingar- og útivistarhóp, Fítonskraft, fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Fítonskraftur nýtur stuðnings frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands en starfinu stýrir íþróttafræðingur með meistarapróf á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungt fólk sem vill endurhæfa sig og stunda íþróttir og útivist undir handleiðslu sérfræðings.Kærkomin viðbót Þessi starfsemi Krafts og KÍ er kærkomin viðbót við þá faglegu starfsemi sem boðið er upp á í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Þar geta allir, sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, komið og notið bæði andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar, t.d. sótt qigong-heilsuæfingar, djúpslökun, sálfræðiþjónustu, samtalsmeðferð sérhæfðra hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, námskeið í núvitund og hugrænni atferlismeðferð, svo eitthvað sé nefnt. Flest af þessu er án endurgjalds. Fítonskraftur er valkostur fyrir ungt fólk sem vill endurhæfa sig og stunda íþróttir og útivist með jafnöldrum sínum, þ.e. ungu fólki á aldrinum 18–40 ára; fólki sem e.t.v. finnur sig ekki á eigin vegum við sjálfstæðar æfingar innan líkamsræktarstöðvanna. Í Fítonskrafti fær þetta unga fólk tækifæri til að bera saman bækur sínar um reynslu sína og veitir þannig jafningjastuðning um leið og það stundar endurhæfingu, íþróttir og útivist samkvæmt eigin getu undir handleiðslu sérfræðings. En þrátt fyrir að krabbameinsgreindum standi til boða ýmsir góðir valkostir í endurhæfingarmálum er engu að síður afar æskilegt að heilbrigðisyfirvöld móti stefnu í endurhæfingarmálum þessa sjúklingahóps, sem líkist þeirri sem mótuð hefur verið fyrir hjartasjúklinga. En á meðan slík stefna er ekki til staðar, stendur öllum skjólstæðingum til boða að velja á milli nokkurra góðra kosta eins og endurhæfingarinnar í Ljósinu, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og hjá Krafti í hinum nýja hópi, Fítonskrafti. Allt eru þetta afar góð úrræði, þótt áherslur séu misjafnar. Mestu máli skiptir að krabbameinsveikt fólk hafi valkosti á sviði endurhæfingar og íþróttaiðkunar. Þessir góðu valkostir eru reknir af sjálfstæðum félagasamtökum en undanskilur þó ekki opinbera aðila að skipuleggja heildstæða stefnu á sviði endurhæfingar þessa hóps sjúklinga þannig að allir geti nýtt sér þjónustuna, hvar sem þeir kunna að vera búsettir á landinu.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar