Formúla 1 á Nürburgring árið 2017? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 09:33 Frá Formúlu 1 keppni á Nürburgring. Autoblog Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent
Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent