Skráningarnúmer JFK seldist á 13 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 15:53 Skráningarnúmerið dýra sem var á bíl JFK. Autoblog Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent