GM innkallar 1,4 milljón bíla vegna olíuleka Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:29 3,8 lítra V6 vél General Motors. Autoblog General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla. Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent
General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla.
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent