Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 13:29 Víglundur Þorsteinsson vill fjóra milljarða í skaðabætur frá Arion banka. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Víglundar. vísir/vall/pjetur Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi. Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi.
Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent