Hummer Dennis Rodman er 3,2 tonn af vitleysu Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 16:24 Skrautlegur í meira lagi. Hummer bíll Dennis Rodman körfuboltamanns er nú til sölu á Ebay. Hann er af árgerð 1996 og er af H1 gerð, stærstu gerðar Hummer, enda vegur hann lítil 3,2 tonn. Útlitið á bílnum er ári magnað og er hann sprautaður af airbrush-listamönnum í Kaliforníu og naktar konur virðast prýða hann á alla kanta. Þessi bíll er ekki mikið notaður, en honum hefur aðeins verið ekið 35.400 kílómetra og að mestu geymdur inní risastórum bílskúr Rodman, ásamt fleiri lúxusbílum. Blása má lofti í dekk bílsins með dælum innan úr bílnum, svo hann gæti verið heppilegur til jöklaferða hérlendis fyrir vikið. Bíllinn er útbúinn öflugu hljóðkerfi og stórir hátalarar eru í farangursrými jeppans. Ekki kemur fram hvert verð bílsins er, en fátt annað að gera en bjóða í. Það ætti að heyrast aðeins í þeim þessum. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent
Hummer bíll Dennis Rodman körfuboltamanns er nú til sölu á Ebay. Hann er af árgerð 1996 og er af H1 gerð, stærstu gerðar Hummer, enda vegur hann lítil 3,2 tonn. Útlitið á bílnum er ári magnað og er hann sprautaður af airbrush-listamönnum í Kaliforníu og naktar konur virðast prýða hann á alla kanta. Þessi bíll er ekki mikið notaður, en honum hefur aðeins verið ekið 35.400 kílómetra og að mestu geymdur inní risastórum bílskúr Rodman, ásamt fleiri lúxusbílum. Blása má lofti í dekk bílsins með dælum innan úr bílnum, svo hann gæti verið heppilegur til jöklaferða hérlendis fyrir vikið. Bíllinn er útbúinn öflugu hljóðkerfi og stórir hátalarar eru í farangursrými jeppans. Ekki kemur fram hvert verð bílsins er, en fátt annað að gera en bjóða í. Það ætti að heyrast aðeins í þeim þessum.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent