#viðerumbrjáluð Sara Líf Sigsteinsdóttir skrifar 14. október 2015 00:00 Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar