Ertu enn?? Óttar Guðmundsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannlegu samfélagi er stýrt með lögum og margvíslegum hefðum og reglum. Umhverfið veit venjulega hvernig hver og einn á að haga sér og beitir félagslegum þrýstingi til að móta hvern einstakling. Flestir vita nokkurn veginn til hvers er ætlast af þeim enda gengur samfélagið snurðulaust fyrir sig. Mikilli orku er eytt í að ala upp og móta börn og unglinga og nú síðast eldri borgara. Mestu skiptir að fá þessa hópa til að ganga í takt við viðurkennda samfélagslega hegðun. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég gekk inn í flugvél. Í sætinu fyrir aftan mig sat ungur læknir ásamt syni sínum. Við heilsuðumst með virktum og hann sagði strax: „Ertu enn að ferðast?“ Ég hváði enda fannst mér spurningin skrítin. Hann spurði þá aftur; „ertu enn að ferðast einn þíns liðs?“ Þetta minnti mig á mikinn fjölda sambærilegra spurninga sem ég hef fengið með hækkandi aldri. „Ertu enn að vinna?“, „býrðu enn í húsinu?“, „ertu enn að keyra?“, „ertu ennþá áskrifandi að Mogganum?“, „ertu enn að skrifa í Fréttablaðið?“ Listinn er í raun endalaus. Samkvæmt viðurkenndri staðalímynd ferðast menn á mínum aldri ekki einir í flugvélum. Þeir eru hættir að vinna, búnir að segja upp Mogganum og hafa komið sér fyrir í íbúð fyrir aldraða. Menn eru hættir að taka þátt í lífinu og hafa tekið sér endanlega stöðu á áhorfendabekknum. Þeir sem ekki vilja láta troða sér inn í þennan ramma eru varhugaverðir og sennilega elliærir enda í andstöðu við ríkjandi samfélagsgildi. Ég bíð alltaf eftir næstu spurningu: „Ertu ennþá lifandi? Hvað ætlarðu að gera í því?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Mannlegu samfélagi er stýrt með lögum og margvíslegum hefðum og reglum. Umhverfið veit venjulega hvernig hver og einn á að haga sér og beitir félagslegum þrýstingi til að móta hvern einstakling. Flestir vita nokkurn veginn til hvers er ætlast af þeim enda gengur samfélagið snurðulaust fyrir sig. Mikilli orku er eytt í að ala upp og móta börn og unglinga og nú síðast eldri borgara. Mestu skiptir að fá þessa hópa til að ganga í takt við viðurkennda samfélagslega hegðun. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég gekk inn í flugvél. Í sætinu fyrir aftan mig sat ungur læknir ásamt syni sínum. Við heilsuðumst með virktum og hann sagði strax: „Ertu enn að ferðast?“ Ég hváði enda fannst mér spurningin skrítin. Hann spurði þá aftur; „ertu enn að ferðast einn þíns liðs?“ Þetta minnti mig á mikinn fjölda sambærilegra spurninga sem ég hef fengið með hækkandi aldri. „Ertu enn að vinna?“, „býrðu enn í húsinu?“, „ertu enn að keyra?“, „ertu ennþá áskrifandi að Mogganum?“, „ertu enn að skrifa í Fréttablaðið?“ Listinn er í raun endalaus. Samkvæmt viðurkenndri staðalímynd ferðast menn á mínum aldri ekki einir í flugvélum. Þeir eru hættir að vinna, búnir að segja upp Mogganum og hafa komið sér fyrir í íbúð fyrir aldraða. Menn eru hættir að taka þátt í lífinu og hafa tekið sér endanlega stöðu á áhorfendabekknum. Þeir sem ekki vilja láta troða sér inn í þennan ramma eru varhugaverðir og sennilega elliærir enda í andstöðu við ríkjandi samfélagsgildi. Ég bíð alltaf eftir næstu spurningu: „Ertu ennþá lifandi? Hvað ætlarðu að gera í því?“
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun