Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sæunn Gísladóttir skrifar 14. október 2015 11:00 Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. Vísir/Anton Gífurlega söluaukning hefur orðið á herrafötum undanfarin misseri. Frá árinu 1998 hefur sala á herrafötum úti um allan heim aukist um 70%. Ráðgjafarfyrirtækið Bain & Co áætlar að karlar kaupi 40% af lúxusvörum heimsins. Sala á herrafötum á lúxusmarkaðnum jókst um 7% milli áranna 2010 og 2013, á meðan sala á dömufötum jókst einungis um 4%. Ef þessi þróun heldur áfram er áætlað að sala á herrafötum muni nema 40 milljörðum dollara, jafnvirði 5.000 milljarða íslenskra króna, af heildarsölu fata í heiminum. Sala á fylgihlutum fyrir karlmenn hefur einnig sótt í sig veðrið. Frá maí 2013 til maí 2014 jókst fylgihlutasala til karlmanna um 9% í Bandaríkjunum eftir að hafa vaxið um 4% árið á undan. Því má segja að herrafata- og fylgihlutasala sé ein mest ört vaxandi sölugreinin í dag. Verslunarstjórar og eigendur íslenskra fataverslana sem Vísir ræddi við hafa einnig upplifað þessa uppsveiflu. Undanfarin árin hefur herrafatasala aukist hjá verslunum hér á landi. Svo virðist sem ákveðin vitundarvakning hafi átt sér stað hjá körlum í garð tísku og hefur netið og samfélagsmiðlar átt stóran þátt í að vekja áhuga karla á tísku. Hjá Zöru hefur herrafatasala sérstaklega færst í aukana undanfarið, en hún hefur aukist um 40% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Sumar verslanir hafa einnig upplifað aukningu í sölu fylgihluta.Guðrún Sólborg Tómasdóttir, deildarstjóri herradeildar Zöru í Smáralind.Vísir/Stefán40% aukning í sölu herrafata það sem af er áriGuðrún Sólborg Tómasdóttir, deildarstjóri herradeildar Zöru í Smáralind, segist hafa fundið fyrir rosalegri fjölgun í sölu herrafata. „Við erum að upplifa aukningu á stykkjum um 40% milli ára. Verðin voru lækkuð fyrr á árinu sem leiddi til aukningar í allri búðinni hjá okkur, en svo er mikil vitundarvakning líka hjá markaðshópnum. Hópurinn er að kaupa sér meiri tískuvörur núna, en áður,“ segir Guðrún. „Þetta er allt að aukast, þetta hefur verið að gerast ár frá ári en nú erum við að finna fyrir gífurlegri hækkun. Stærðin á karladeildinni og lagernum er enn sá sami, en við erum reglulega spurð af hverju karladeildin sé ekki stærri. En eins og staðan er núna höfum við ekki meira pláss,“ segir Guðrún. Hún segist ekki hafa fundið fyrir gífurlegri aukningu í sölu fylgihluta, en að karlar séu að kaupa sér fleiri klúta.Sindri Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, opnaði Húrra fyrir ári síðan.Útlönd eru okkar stærsti samkeppnismarkaðurVerslunin Húrra Reykjavík var opnuð í september í fyrra. Sindri Jensson, annar eigenda verslunarinnar, hefur unnið í tísku í áratug og segir það hafa verið draum að opna búð sem einbeitti sér að götutísku á Íslandi. Hann segir söluna hafa gengið frábærlega fyrsta árið. „Við gerðum frekar ítarlegar áætlanir hvað varðar sölu og annað. Sumir myndu kannski segja þær bjartsýnisáætlanir, en þær hafa staðist. Við vissum að við gætum gert þetta mjög vel og það hefur tekist,“ segir Sindri. „Það var þörf á þessari tegund af verslun sem við erum búin að opna, það eru engin jakkaföt hérna, þetta er ekki fín búð, þetta er götutíska,“ segir Sindri. Aðspurður segir hann meira kallað eftir þessu en áður. „Það er klárlega mikill vöxtur í áhuga karla á tísku. Þetta er að vaxa og verða útbreiddara að fólk sé að spá í strigaskóm, til dæmis, hvenær þeir komi út og hvaða týpur. Menn eru jafnvel farnir að safna týpum í takmörkuðu magni,“ segir Sindri. Hann segist hafa fundið fyrir vaxandi áhuga karla á fylgihlutum. Aðspurður segir Sindri að mikil breyting hafi orðið á hugsun karla um tísku á meðan hann er búinn að vinna í geiranum. „Fyrir 10 árum síðan var skotið á mig og gert grín að mér ef ég var í einhverju „edgy“. Í dag er meira frelsi hvað varðar klæðaburð og meiri áhugi. Fyrir 10 árum var internetið ekki jafn stórt og það er núna, það var ekkert Twitter eða Instagram. Nú eru karlar að fá tísku í æð daglega,“ segir hann. Sindri segir útlönd vera stærsta samkeppnismarkað sinn. Frá því að við gerðum samkeppnisgreininguna okkar, þá með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, var ljóst að útlönd eru okkar stærsti samkeppnismarkaður,“ segir Sindri. Verslunin gerði hins vegar nýlega samning við Nike sem felur það í sér að „limited edition“-skór komi í verslunina á sama tíma og þeir koma á markað London. „Við erum að komast á það stig að geta boðið rétta úrvalið á réttum tíma og fólk þarf ekki að leita út fyrir landsteinana,“ segir Sindri.Egill Þorsteinsson er verslunarstjóri Selected í Smáralind.Strákar koma ekki lengur bara með mömmu sinni til að kaupa sér fötEgill Þorsteinsson, verslunarstjóri Selected í Smáralind, segir sölu hafa aukist á milli ára hjá versluninni þó að hann hafi ekki fundið beint fyrir aukningu undanfarna mánuði. „Það er bara svona bæði, þetta hefur allt sitt „ups and downs“, þessir mánuðir sem eru búnir að vera eru mjög rólegir. Svo er mikil aukning í október, nóvember og desember, það er þannig séð stórir mánuðir hjá okkur,“ segir Egill. Hann hefur unnið hjá versluninni í fimm ár. Á því tímabili hefur hann fundið mikla breytingu á áhuga karla á tísku. „Það er alltaf meiri og meiri sala milli ára og meira að gera.“ Hann segir ekki hafa orðið mikla aukningu í sölu fylgihluta, hins vegar væri einhver aukning í því sem þeir bjóða upp á hverju sinni, meðal annars bindum, beltum og slaufum. Aðspurður segist Egill telja að strákar séu meira að lesa tískublogg og Instagram en áður, þetta gæti haft áhrif á val þeirra á fötum og aukna sölu. „Yngri kynslóðin er miklu tískuvænni, en hún hefur verið undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum var eiginlega ekkert um yngri stráka í búðinni, bara strákar sem komu inn með mömmu sinni. Núna eru þeir orðnir miklu virkari í þessu, vita nákvæmlega hvað þeir vilja og það er pottþétt það sem þeir eru að sjá á netinu,“ segir Egill. Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Mad Men ýtti undir sölu fylgihluta Karlar verða oft fyrir áhrifum af bíómyndum í fatavali sínu. 14. október 2015 09:25 Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Sjá meira
Gífurlega söluaukning hefur orðið á herrafötum undanfarin misseri. Frá árinu 1998 hefur sala á herrafötum úti um allan heim aukist um 70%. Ráðgjafarfyrirtækið Bain & Co áætlar að karlar kaupi 40% af lúxusvörum heimsins. Sala á herrafötum á lúxusmarkaðnum jókst um 7% milli áranna 2010 og 2013, á meðan sala á dömufötum jókst einungis um 4%. Ef þessi þróun heldur áfram er áætlað að sala á herrafötum muni nema 40 milljörðum dollara, jafnvirði 5.000 milljarða íslenskra króna, af heildarsölu fata í heiminum. Sala á fylgihlutum fyrir karlmenn hefur einnig sótt í sig veðrið. Frá maí 2013 til maí 2014 jókst fylgihlutasala til karlmanna um 9% í Bandaríkjunum eftir að hafa vaxið um 4% árið á undan. Því má segja að herrafata- og fylgihlutasala sé ein mest ört vaxandi sölugreinin í dag. Verslunarstjórar og eigendur íslenskra fataverslana sem Vísir ræddi við hafa einnig upplifað þessa uppsveiflu. Undanfarin árin hefur herrafatasala aukist hjá verslunum hér á landi. Svo virðist sem ákveðin vitundarvakning hafi átt sér stað hjá körlum í garð tísku og hefur netið og samfélagsmiðlar átt stóran þátt í að vekja áhuga karla á tísku. Hjá Zöru hefur herrafatasala sérstaklega færst í aukana undanfarið, en hún hefur aukist um 40% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Sumar verslanir hafa einnig upplifað aukningu í sölu fylgihluta.Guðrún Sólborg Tómasdóttir, deildarstjóri herradeildar Zöru í Smáralind.Vísir/Stefán40% aukning í sölu herrafata það sem af er áriGuðrún Sólborg Tómasdóttir, deildarstjóri herradeildar Zöru í Smáralind, segist hafa fundið fyrir rosalegri fjölgun í sölu herrafata. „Við erum að upplifa aukningu á stykkjum um 40% milli ára. Verðin voru lækkuð fyrr á árinu sem leiddi til aukningar í allri búðinni hjá okkur, en svo er mikil vitundarvakning líka hjá markaðshópnum. Hópurinn er að kaupa sér meiri tískuvörur núna, en áður,“ segir Guðrún. „Þetta er allt að aukast, þetta hefur verið að gerast ár frá ári en nú erum við að finna fyrir gífurlegri hækkun. Stærðin á karladeildinni og lagernum er enn sá sami, en við erum reglulega spurð af hverju karladeildin sé ekki stærri. En eins og staðan er núna höfum við ekki meira pláss,“ segir Guðrún. Hún segist ekki hafa fundið fyrir gífurlegri aukningu í sölu fylgihluta, en að karlar séu að kaupa sér fleiri klúta.Sindri Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, opnaði Húrra fyrir ári síðan.Útlönd eru okkar stærsti samkeppnismarkaðurVerslunin Húrra Reykjavík var opnuð í september í fyrra. Sindri Jensson, annar eigenda verslunarinnar, hefur unnið í tísku í áratug og segir það hafa verið draum að opna búð sem einbeitti sér að götutísku á Íslandi. Hann segir söluna hafa gengið frábærlega fyrsta árið. „Við gerðum frekar ítarlegar áætlanir hvað varðar sölu og annað. Sumir myndu kannski segja þær bjartsýnisáætlanir, en þær hafa staðist. Við vissum að við gætum gert þetta mjög vel og það hefur tekist,“ segir Sindri. „Það var þörf á þessari tegund af verslun sem við erum búin að opna, það eru engin jakkaföt hérna, þetta er ekki fín búð, þetta er götutíska,“ segir Sindri. Aðspurður segir hann meira kallað eftir þessu en áður. „Það er klárlega mikill vöxtur í áhuga karla á tísku. Þetta er að vaxa og verða útbreiddara að fólk sé að spá í strigaskóm, til dæmis, hvenær þeir komi út og hvaða týpur. Menn eru jafnvel farnir að safna týpum í takmörkuðu magni,“ segir Sindri. Hann segist hafa fundið fyrir vaxandi áhuga karla á fylgihlutum. Aðspurður segir Sindri að mikil breyting hafi orðið á hugsun karla um tísku á meðan hann er búinn að vinna í geiranum. „Fyrir 10 árum síðan var skotið á mig og gert grín að mér ef ég var í einhverju „edgy“. Í dag er meira frelsi hvað varðar klæðaburð og meiri áhugi. Fyrir 10 árum var internetið ekki jafn stórt og það er núna, það var ekkert Twitter eða Instagram. Nú eru karlar að fá tísku í æð daglega,“ segir hann. Sindri segir útlönd vera stærsta samkeppnismarkað sinn. Frá því að við gerðum samkeppnisgreininguna okkar, þá með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, var ljóst að útlönd eru okkar stærsti samkeppnismarkaður,“ segir Sindri. Verslunin gerði hins vegar nýlega samning við Nike sem felur það í sér að „limited edition“-skór komi í verslunina á sama tíma og þeir koma á markað London. „Við erum að komast á það stig að geta boðið rétta úrvalið á réttum tíma og fólk þarf ekki að leita út fyrir landsteinana,“ segir Sindri.Egill Þorsteinsson er verslunarstjóri Selected í Smáralind.Strákar koma ekki lengur bara með mömmu sinni til að kaupa sér fötEgill Þorsteinsson, verslunarstjóri Selected í Smáralind, segir sölu hafa aukist á milli ára hjá versluninni þó að hann hafi ekki fundið beint fyrir aukningu undanfarna mánuði. „Það er bara svona bæði, þetta hefur allt sitt „ups and downs“, þessir mánuðir sem eru búnir að vera eru mjög rólegir. Svo er mikil aukning í október, nóvember og desember, það er þannig séð stórir mánuðir hjá okkur,“ segir Egill. Hann hefur unnið hjá versluninni í fimm ár. Á því tímabili hefur hann fundið mikla breytingu á áhuga karla á tísku. „Það er alltaf meiri og meiri sala milli ára og meira að gera.“ Hann segir ekki hafa orðið mikla aukningu í sölu fylgihluta, hins vegar væri einhver aukning í því sem þeir bjóða upp á hverju sinni, meðal annars bindum, beltum og slaufum. Aðspurður segist Egill telja að strákar séu meira að lesa tískublogg og Instagram en áður, þetta gæti haft áhrif á val þeirra á fötum og aukna sölu. „Yngri kynslóðin er miklu tískuvænni, en hún hefur verið undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum var eiginlega ekkert um yngri stráka í búðinni, bara strákar sem komu inn með mömmu sinni. Núna eru þeir orðnir miklu virkari í þessu, vita nákvæmlega hvað þeir vilja og það er pottþétt það sem þeir eru að sjá á netinu,“ segir Egill.
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Mad Men ýtti undir sölu fylgihluta Karlar verða oft fyrir áhrifum af bíómyndum í fatavali sínu. 14. október 2015 09:25 Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Sjá meira
Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30
Mad Men ýtti undir sölu fylgihluta Karlar verða oft fyrir áhrifum af bíómyndum í fatavali sínu. 14. október 2015 09:25
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent