Mad Men ýtti undir sölu fylgihluta Sæunn Gísladóttir skrifar 14. október 2015 09:25 Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í Herrafataverszun Kormáks og Skjaldar, segir að upp úr 2009/2009 þegar var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Vísir/Stefán Karlsson Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. Svo virðist sem uppsveiflan hafi einnig skilað sér í íslenskar verslanir. Kaupmenn telja Instagram, Twitter og períódþættir meðal þess sem hefur stuðlað að þessari þróun.Mad Men ýtti undir sölu fylgihlutaSkjöldur Sigurjónsson, annar eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, segir að sala fylgihluta hafi aukist að undanförnu, en heildarsala í versluninni hafi verið svipuð undanfarin tvö ár. „Það er alltaf eitthvað. Það var þverslaufuæði um tíma og svo komu sokkar. Menn eru núna meira með töskur en áður. Þeir kaupa sér því vandaðar töskur undir fartölvur og svoleiðis,“ segir Skjöldur. Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í versluninni, tekur undir með Skildi og segir að veltan hafi verið sambærileg milli ára. „Það er alltaf einhver smá aukning á hverju ári,“ segir Guðbrandur. „Það var rosaleg aukning hjá okkur ár frá ári frá 2007/8 til 2012. Síðan þá hefur þetta verið eðlilegri aukning og kannski meiri stöðugleiki. Hann segir vera mikla sölu í smávöru. „Þar erum við mjög sterkir líka, sérstaklega með bindi, slaufur, axlabönd, ermahnappa og svoleiðis. Ég held að aukningin í smávöru hafi byrjað svona 2008/9, það var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men, þá fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Það hefur líka verið meira af þemaveislum og öðru, t.d. með Great Gatsby.“Fólk verður oft fyrir áhrifum af bíómyndum Guðbrandur segir að fólk verði oft fyrir áhrifum í sínu daglega lífi frá tímabilum sem kvikmyndir og þættir gerast á. „Það skýrir að miklu leyti aukningu á slaufum, axlaböndum og höttum að fólk sér hvað þetta getur verið flott. Þegar fólk vill dressa sig svolítið flott þá er ekki endilega málið að fá sér heilt dress heldur eru það fylgihlutir sem geta skreytt gamalt dress. Með axlaböndum og hatti geturðu gert mikið fyrir lúkkið,“ segir Guðbrandur. Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. Svo virðist sem uppsveiflan hafi einnig skilað sér í íslenskar verslanir. Kaupmenn telja Instagram, Twitter og períódþættir meðal þess sem hefur stuðlað að þessari þróun.Mad Men ýtti undir sölu fylgihlutaSkjöldur Sigurjónsson, annar eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, segir að sala fylgihluta hafi aukist að undanförnu, en heildarsala í versluninni hafi verið svipuð undanfarin tvö ár. „Það er alltaf eitthvað. Það var þverslaufuæði um tíma og svo komu sokkar. Menn eru núna meira með töskur en áður. Þeir kaupa sér því vandaðar töskur undir fartölvur og svoleiðis,“ segir Skjöldur. Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í versluninni, tekur undir með Skildi og segir að veltan hafi verið sambærileg milli ára. „Það er alltaf einhver smá aukning á hverju ári,“ segir Guðbrandur. „Það var rosaleg aukning hjá okkur ár frá ári frá 2007/8 til 2012. Síðan þá hefur þetta verið eðlilegri aukning og kannski meiri stöðugleiki. Hann segir vera mikla sölu í smávöru. „Þar erum við mjög sterkir líka, sérstaklega með bindi, slaufur, axlabönd, ermahnappa og svoleiðis. Ég held að aukningin í smávöru hafi byrjað svona 2008/9, það var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men, þá fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Það hefur líka verið meira af þemaveislum og öðru, t.d. með Great Gatsby.“Fólk verður oft fyrir áhrifum af bíómyndum Guðbrandur segir að fólk verði oft fyrir áhrifum í sínu daglega lífi frá tímabilum sem kvikmyndir og þættir gerast á. „Það skýrir að miklu leyti aukningu á slaufum, axlaböndum og höttum að fólk sér hvað þetta getur verið flott. Þegar fólk vill dressa sig svolítið flott þá er ekki endilega málið að fá sér heilt dress heldur eru það fylgihlutir sem geta skreytt gamalt dress. Með axlaböndum og hatti geturðu gert mikið fyrir lúkkið,“ segir Guðbrandur.
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30
Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00