Viðskipti innlent

Pistasíukjarnar innkallaðir vegna gruns um salmonellu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
H-berg hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið innkallað ákveðna lotu af Pistasíukjörnum.
H-berg hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið innkallað ákveðna lotu af Pistasíukjörnum. H-Berg
H-Berg ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis ákveðið að innkalla frá neytendum Pistasíukjarna vegna gruns um salmonellu í ákveðnum framleiðslulotum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða farga henni. Þá segir að Aflatoxin (eitur myglusvepps) hafi mælst yfir viðmiðunarmörkum í tilteknum framleiðslulotum. Tilkynning barst í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: H-Berg 

Vöruheiti: Pistasíukjarnar 

Strikanúmer: 5694110033468 

Umbúðir: Plast 

Nettómagn: 100 g 

Best fyrir: 06/16, 07/16, 08/16

Dreifing: Verslanir Bónus, Fjarðarkaup, Melabúðinni, verslanir Víðis, Miðbúðinni og verslanir Iceland.

Frekari upplýsingar fást hjá H-berg í síma 565-6500.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×