Reykjavík Chips lokað tímabundið vegna gallaðra kartaflna Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 15:34 Vísir/NEJ Reykjavík Chips, veitingastað þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, var lokað í dag. Ástæðan er galli á sérinnfluttum kartöflum sem fyrirtækið fékk sent að utan. „Ástandið á kartöflunum var ekki nógu gott til að bjóða viðskiptavinum okkar það. Það var greinilega einhver galli og eins leiðinlegt og það er getum við ekkert gert þegar við fáum gallaða vöru til okkar og alls ekki boðið upp á hana,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Friðrik segir að þeir hafi fengið annars konar kartöflur til prufu og að þær hafi ekki hentað heldur. „Úr varð verri vara en við viljum bjóða upp á og alls ekki á pari við það sem við viljum kalla bestu franskar á Íslandi.“ Nú eru þeir að vinna að því að útvega sér fleiri tegundir af kartöflum til prufu. Því er mögulegt að Reykjavík Chips verði lokað lengur en bara í dag. „Það verður lokað eins lengi og við erum að finna út úr þessari ömurlegu stöðu sem að við erum komnir í. Auðvitað vonumst við til að geta opnað sem allra fyrst.“ Reykjavík Chips hefur verið vel tekið að sögn Friðriks, frá því veitingastaðurinn opnaði 17. júní. Hann segir þá félaga vera ofboðslega þakkláta fyrir viðtökurnar og þeir séu ánægðir með hve margir virðist fara ánægðir frá þeim. „Auðvitað viljum við hafa það þannig, en eins og staðan var í dag, þá hef ég trú á því að einhverjir hafi farið allt annað en ánægðir út. Miðað við það sem þau voru að borða. Því lokuðum við frekar en að senda fólk óánægt út.Vonandi getum við leyst þessa stöðu sem fyrst til að geta haldið áfram að bjóða upp á alvöru heimagerðar franskar með alvöru heimagerðum sósum.“ Kæru vinir. Það getur verið erfitt að bjóða aðeins upp á einn rétt á matseðli og við höfum heldur betur fengið að...Posted by Reykjavík Chips on Tuesday, June 30, 2015 Tengdar fréttir „Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32 Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Reykjavík Chips, veitingastað þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, var lokað í dag. Ástæðan er galli á sérinnfluttum kartöflum sem fyrirtækið fékk sent að utan. „Ástandið á kartöflunum var ekki nógu gott til að bjóða viðskiptavinum okkar það. Það var greinilega einhver galli og eins leiðinlegt og það er getum við ekkert gert þegar við fáum gallaða vöru til okkar og alls ekki boðið upp á hana,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Friðrik segir að þeir hafi fengið annars konar kartöflur til prufu og að þær hafi ekki hentað heldur. „Úr varð verri vara en við viljum bjóða upp á og alls ekki á pari við það sem við viljum kalla bestu franskar á Íslandi.“ Nú eru þeir að vinna að því að útvega sér fleiri tegundir af kartöflum til prufu. Því er mögulegt að Reykjavík Chips verði lokað lengur en bara í dag. „Það verður lokað eins lengi og við erum að finna út úr þessari ömurlegu stöðu sem að við erum komnir í. Auðvitað vonumst við til að geta opnað sem allra fyrst.“ Reykjavík Chips hefur verið vel tekið að sögn Friðriks, frá því veitingastaðurinn opnaði 17. júní. Hann segir þá félaga vera ofboðslega þakkláta fyrir viðtökurnar og þeir séu ánægðir með hve margir virðist fara ánægðir frá þeim. „Auðvitað viljum við hafa það þannig, en eins og staðan var í dag, þá hef ég trú á því að einhverjir hafi farið allt annað en ánægðir út. Miðað við það sem þau voru að borða. Því lokuðum við frekar en að senda fólk óánægt út.Vonandi getum við leyst þessa stöðu sem fyrst til að geta haldið áfram að bjóða upp á alvöru heimagerðar franskar með alvöru heimagerðum sósum.“ Kæru vinir. Það getur verið erfitt að bjóða aðeins upp á einn rétt á matseðli og við höfum heldur betur fengið að...Posted by Reykjavík Chips on Tuesday, June 30, 2015
Tengdar fréttir „Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32 Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32
Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00