Sterkari saman Baldur V. Karlsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Ég á vin sem heitir Eric O'Brien. Faðir hans er írskur, móðir hans er frönsk og er hann alinn upp í Dublin á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Alinn upp við reglulegar fréttir af dauðsföllum samlanda sinna og nágranna, hvort sem það voru Írar, Norður-Írar eða Englendingar. Ég kynntist Eric 1997 þegar ég var í spænskunámi í Málaga á suðurströnd Spánar. Okkur varð um leið vel til vina. Einn daginn vaknaði ég í bjarta sólskini og settist út á verönd. Þar sat Eric í skugga með tárin í augunum og ég spurði hann hvað amaði að. „There will be peace“ sagði hann og hafði þá nýverið fengið símtal frá móður sinni sem tjáði honum að þennan dag, 19.júlí 1997, lýstu stríðandi fylkingar yfir vopnahléi og tæplega ári síðar, eða 10. apríl 1998 var skrifað undir friðarsamkomulag sem Sinn Fein staðfesti mánuði síðar, þann 10. maí. Tárin sem runnu niður vanga vinar míns voru blönduð sorg og gleði. Við sem vorum í kringum hann þennan dag, öll af mismunandi þjóðernum, fundum líka fyrir að það var eins og ósýnilegri byrði væri lyft af okkur. Við vorum ekki nema átján ára en ég held að hvert og eitt okkar hafi uppgötvað einn af grunn sannleikum lífsins: að við erum öll í þessu saman. Nú átján árum síðar var ráðist á París, uppeldisborg móður Erics O'Brien og hugur minn hefur skiljanlega verið hjá honum síðustu daga og hjá aðstandendum hinna föllnu. Ég vona að þessir atburðir verði ekki til þess að sundrung aukist, hin fordómafullu fái sterkari rödd og hin valdasjúku herði tökin. Það er því miður lítið, hrætt fólk þarna úti sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar atburðir sem þessir gerast. Hrægammar sem nýta sér ástandið og ala á ótta til að ná fram markmiðum sínum. Vopnaframleiðendur glotta. Aukin vopnavæðing lögreglunnar, til dæmis, gæti hæglega komið í kjölfarið á þessu ef við gætum okkar ekki. Umburðarlyndi má ekki verða fórnarlamb öfgamanna. Ég vona að við höldum áfram að vera umburðarlynd gagnvart náunganum, gagnvart ólíkum trúarbrögðum, gagnvart þeim sem minna mega sín og gagnvart þeim sem neydd eru til þess að flýja stríðshrjáð lönd eins og Sýrland. Það má ekki gerast að við verðum óttanum að bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég á vin sem heitir Eric O'Brien. Faðir hans er írskur, móðir hans er frönsk og er hann alinn upp í Dublin á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Alinn upp við reglulegar fréttir af dauðsföllum samlanda sinna og nágranna, hvort sem það voru Írar, Norður-Írar eða Englendingar. Ég kynntist Eric 1997 þegar ég var í spænskunámi í Málaga á suðurströnd Spánar. Okkur varð um leið vel til vina. Einn daginn vaknaði ég í bjarta sólskini og settist út á verönd. Þar sat Eric í skugga með tárin í augunum og ég spurði hann hvað amaði að. „There will be peace“ sagði hann og hafði þá nýverið fengið símtal frá móður sinni sem tjáði honum að þennan dag, 19.júlí 1997, lýstu stríðandi fylkingar yfir vopnahléi og tæplega ári síðar, eða 10. apríl 1998 var skrifað undir friðarsamkomulag sem Sinn Fein staðfesti mánuði síðar, þann 10. maí. Tárin sem runnu niður vanga vinar míns voru blönduð sorg og gleði. Við sem vorum í kringum hann þennan dag, öll af mismunandi þjóðernum, fundum líka fyrir að það var eins og ósýnilegri byrði væri lyft af okkur. Við vorum ekki nema átján ára en ég held að hvert og eitt okkar hafi uppgötvað einn af grunn sannleikum lífsins: að við erum öll í þessu saman. Nú átján árum síðar var ráðist á París, uppeldisborg móður Erics O'Brien og hugur minn hefur skiljanlega verið hjá honum síðustu daga og hjá aðstandendum hinna föllnu. Ég vona að þessir atburðir verði ekki til þess að sundrung aukist, hin fordómafullu fái sterkari rödd og hin valdasjúku herði tökin. Það er því miður lítið, hrætt fólk þarna úti sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar atburðir sem þessir gerast. Hrægammar sem nýta sér ástandið og ala á ótta til að ná fram markmiðum sínum. Vopnaframleiðendur glotta. Aukin vopnavæðing lögreglunnar, til dæmis, gæti hæglega komið í kjölfarið á þessu ef við gætum okkar ekki. Umburðarlyndi má ekki verða fórnarlamb öfgamanna. Ég vona að við höldum áfram að vera umburðarlynd gagnvart náunganum, gagnvart ólíkum trúarbrögðum, gagnvart þeim sem minna mega sín og gagnvart þeim sem neydd eru til þess að flýja stríðshrjáð lönd eins og Sýrland. Það má ekki gerast að við verðum óttanum að bráð.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun