Skotárásir á Íslandi Pétur Haukur Jóhannesson skrifar 14. janúar 2015 15:13 Í ljósi nýliðinna atburða sem áttu sér stað í Frakklandi langar mig að velta fyrir mér hvort slíkt geti gerst hér á okkar litla- og afskekkta landi og hvort vopnaburður lögreglunnar sé ásættanlegur í þeirri mynd sem hann er í dag. Ég ætla að blanda saman vopnaumræðunni sem kom upp um daginn, þar sem til stóð að lögreglan fengi MP5 byssur í lögreglubílana, og svo skotárásarmálinu í Frakklandi.Ísland er engin undantekning Okkar litla Ísland er lítið öðruvísi land heldur en þau lönd sem eru í kringum okkur. Það sem gerist þar, getur líka gerst hér. Hér á Íslandi eru frjálsir fjölmiðlar, við erum frjálst lýðræðisríki og ættum því alveg eins að geta verið skotmark öfgafullra múslima, rétt eins og Frakkar. Og skotárásirnar þurfa ekki einu sinni að tengjast trúarbrögðum. Við gætum þess vegna lent í skotárás eins og Norðmenn lentu í árið 2011 þegar Anders Breivík drap yfir 70 manns. Ég held að við getum öll tekið undir það að Ísland sé engin undantekning í þessum málum og við þurfum að vera undirbúin fyrir slík atvik. Ég geri ráð fyrir að lesandinn sé sammála mér, því þetta er það sem kallast á góðri íslensku common sense.SérsveitinJá ég veit, sérsveitin er þjálfuð fyrir svona mál og hafa yfir skotvopnum að ráða. En það breytir því ekki að hinn almenni lögreglumaður kemur oftast fyrstur á vettvang. Hinn almenni lögreglumaður byrjar á því að loka vettvangi og bíða eftir sérsveitinni. Það getur tekið nokkrar sekúndur upp í 20 mínútur að bíða eftir sérsveit bara hérna á höfuðborgarsvæðinu. Í lang flestum tilvikum tekur það enga stund, en ekki alltaf. Það getur ansi margt gerst á 20 mínútum. Og núna er ég aðeins að tala um höfuðborgarsvæðið. Tölum aðeins um Ísafjörð eða Egilsstaði. Sérsveitin birtist ekki þar á innan við 20 mínútum. DæmiSetjum upp svipað dæmi og gerðist í Frakklandi. Tveir menn vopnaðir sjálfvirkum rifflum eru búnir að skjóta ritstjóra DV og nokkra aðra sem þar vinna. Lögreglan fær útkallið og sérsveitin gerir sig klára. Lögreglubíll er staddur nálægt höfuðstöðvum DV. Hvað gerir lögreglan? Ekur hún niður á lögreglustöð til að ná sér í byssu og ekur svo til baka þegar allt er yfirstaðið? Nei, auðvitað ekki. Hún fer auðvitað og lokar vettvangi. Hún heldur sig í hæfilegri fjarlægð frá staðnum og passar að almennir borgarar fari ekki í víglínu mannanna tveggja sem eru búnir að skjóta nokkra nú þegar, og bíður eftir sérsveitinni. Finnst þér boðlegt að lögreglan loki vettvangi án vopna? Hvernig getur hún tryggt sitt eigið öryggi? Ekki hugsa núna: Já þetta er bara þeirra vinna. Hugsaðu að lögreglumaðurinn væri bróðir þinn, faðir þinn eða sonur þinn/dóttir þín. Þér finndist eflaust ekki þægilegt að vita af honum í lokun á vettvangi þar sem tveir óðir byssumenn ganga lausir. Þér finndist örugglega óboðlegt að vita af honum með kylfu og piparúða. FrakklandÞegar mínúta er búin af myndbandinu þá sérðu þessa tvo umrædda morðingja koma æðandi að lögreglubílnum. Lögreglan er greinilega ekki viðbúin þessu eins og sést, enda er franska lögreglan með skammbyssur, samkvæmt Wikipedia, og hefði því geta skotið á þá. Nema hvað skammbyssur duga skammt gegn sjálfvirkum rifflum, en það er annað mál. Ímyndum okkur að þetta hafi verið íslenskur lögreglubíll. Hefði eitthvað atvikast öðruvísi? Nei, væntanlega ekki. Kannski hefðu þeir náð að drepa lögreglumanninn, það er ómögulegt að segja. Kylfa og mace eru aðeins gagnlausari tól gegn sjálfvirkum rifflum heldur en lítil skammbyssa. En ef lögreglan hefði haft aðgang að MP5 og náð að koma sér fyrir? Það hefði væntanlega breytt ýmsu. Helstu mótrökAf hverju fara þeir ekki niður á stöð til að ná í vopn? Ég veit ekki með ykkur, en ég hef ekki áhuga á að búa í samfélagi þar sem lögreglan flýr af vettvangi þegar eitthvað gerist. Ég vil að hún leysi málið og komi í veg fyrir að óbreyttir borgarar falli. Það er mjög eðlileg krafa. Hlutirnir gerast oft ansi hratt og það er hægt að skjóta marga meðan lögreglan skreppur frá. En ég get ekki sett þessa kröfu á lögreglumenn þegar ég veit að þeir fá ekki þau tól sem þarf til að leysa málin í öllum tilvikum án þess að stofna sjálfum sér í óþarflega mikla lífshættu. Ef lögreglan vopnast þá vopnast glæpamennirnir. Ef lögreglan fær skotvopn í tækjabeltið sitt og gengur þar af leiðandi með það hvert sem hún fer, þá getur vel verið að að þessi rök gildi. Ég bara þekki það ekki. En það er óþarfi að ræða það því málið snýst ekki um það eins og margir virðast halda. Ef lögreglan fær vopn í læsta hirslu inni í lögreglubílnum og fær aðeins að vopnast þegar yfirmaður vaktar gefur leyfi, þá eru þessi rök fokin út um gluggann. Af hverju ætti brotamaður að vopnbúast frekar þegar hann veit að lögreglan sé með vopn í læstri hirslu inni í bíl sem hún notar aðeins í undantekningartilvikum? Viljum ekki að lögreglan grípi til vopna í einhverju æði og skjóti einhvern að óþörfu. Lögreglumaður er jafn líklegur til að skjóta einhvern í bræði þegar hann getur farið niður á lögreglustöð og náð í vopn alveg eins og hann fari inn í bíl og nái í vopnið. Sömu rök væri þá hægt að segja um sérsveitina. Hvað ef þeir skjóta einhvern í bræði? Þeir aka um með skotvopn í bílunum. Eigum við að hætta að treysta þeim? SkilningurÞað varð frekar mikið fjaðrafok í samfélaginu þegar í ljós kom að það ætti að setja MP5 byssur í lögreglubíla landsins. Búin var til hópur á facebook sem ber nafnið Skilum byssunum og í dag hafa næstum 9000 manns gert „like” við hópinn. Einnig voru mjög háværar- og neikvæðar raddir á kommentakerfum fréttaveitanna. Ég veit ekki hvort atburðirnir í Frakklandi hafi haft einhver áhrif á skoðanir þeirra sem eru almennt á móti því að lögreglan fái MP5 byssur í bílana en ég vona það innilega. Ef ekki þá vona ég að þessi grein fái einhverja til þess að opna sjóndeildarhringinn og sýna lögreglustarfinu meiri skilning. Það er nauðsynlegt að almenningur skilji störf lögreglunnar því það er nauðsynlegt fyrir lögregluna að hafa almenning með sér í liði. Það er ekki minna nauðsynlegt að alþingismenn geti skilið störf lögreglunnar en miðað við umræðuna sem kom upp þegar stóra MP5 málið kom til gerði ég mér ljóst að ansi margir alþingismenn hafa ekki hundsvit á stöfum hennar. Af hverju?Sumir kunna að spyrja sig af hverju í ósköpunum ég sé að velta þessu fyrir mér. Það vill svo til að ég var sjálfur í lögreglunni í um 3 ár og get þar af leiðandi fremur auðveldlega sett mig í spor lögreglumanna. Ég hef líka engan áhuga á að missa félaga mína sem starfa í lögreglunni vegna þröngsýnna skoðana í samfélaginu, og þá sérstaklega meðal alþingismanna. Að geta sett sig í spor lögreglumannsÞú þarft ekki hafa verið lögga til að sýna lögreglustörfum einhvern skilning. Þú þarft að byrja á því að gera þér grein fyrir að ýmis mál geta komið upp sem þú bjóst ekki endilega við að myndu gerast, m.a. skotárásir. Næst þarftu að sýna samúð, m.ö.o þarftu að geta sett þig í spor annarra. Í þessu tilfelli seturðu þig í spor lögreglumanns. Þú færð það verkefni að loka vettvangi þar sem skotárás á sér stað og bíða þar til sérsveitin kemur, eða þú sérð mann skjóta vegfarendur úti á götu. Hvað áttu að gera til að tryggja öryggi annarra, og þitt eigið öryggi í leiðinni, þegar þú hefur aðeins kylfu og piparúða? Möguleikinn að skreppa niður á lögreglustöð og ná í vopn kemur ekki til greina. Ef þú hefur svar við þessari spurningu, þá máttu endilega fræða mig því ég hef það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi nýliðinna atburða sem áttu sér stað í Frakklandi langar mig að velta fyrir mér hvort slíkt geti gerst hér á okkar litla- og afskekkta landi og hvort vopnaburður lögreglunnar sé ásættanlegur í þeirri mynd sem hann er í dag. Ég ætla að blanda saman vopnaumræðunni sem kom upp um daginn, þar sem til stóð að lögreglan fengi MP5 byssur í lögreglubílana, og svo skotárásarmálinu í Frakklandi.Ísland er engin undantekning Okkar litla Ísland er lítið öðruvísi land heldur en þau lönd sem eru í kringum okkur. Það sem gerist þar, getur líka gerst hér. Hér á Íslandi eru frjálsir fjölmiðlar, við erum frjálst lýðræðisríki og ættum því alveg eins að geta verið skotmark öfgafullra múslima, rétt eins og Frakkar. Og skotárásirnar þurfa ekki einu sinni að tengjast trúarbrögðum. Við gætum þess vegna lent í skotárás eins og Norðmenn lentu í árið 2011 þegar Anders Breivík drap yfir 70 manns. Ég held að við getum öll tekið undir það að Ísland sé engin undantekning í þessum málum og við þurfum að vera undirbúin fyrir slík atvik. Ég geri ráð fyrir að lesandinn sé sammála mér, því þetta er það sem kallast á góðri íslensku common sense.SérsveitinJá ég veit, sérsveitin er þjálfuð fyrir svona mál og hafa yfir skotvopnum að ráða. En það breytir því ekki að hinn almenni lögreglumaður kemur oftast fyrstur á vettvang. Hinn almenni lögreglumaður byrjar á því að loka vettvangi og bíða eftir sérsveitinni. Það getur tekið nokkrar sekúndur upp í 20 mínútur að bíða eftir sérsveit bara hérna á höfuðborgarsvæðinu. Í lang flestum tilvikum tekur það enga stund, en ekki alltaf. Það getur ansi margt gerst á 20 mínútum. Og núna er ég aðeins að tala um höfuðborgarsvæðið. Tölum aðeins um Ísafjörð eða Egilsstaði. Sérsveitin birtist ekki þar á innan við 20 mínútum. DæmiSetjum upp svipað dæmi og gerðist í Frakklandi. Tveir menn vopnaðir sjálfvirkum rifflum eru búnir að skjóta ritstjóra DV og nokkra aðra sem þar vinna. Lögreglan fær útkallið og sérsveitin gerir sig klára. Lögreglubíll er staddur nálægt höfuðstöðvum DV. Hvað gerir lögreglan? Ekur hún niður á lögreglustöð til að ná sér í byssu og ekur svo til baka þegar allt er yfirstaðið? Nei, auðvitað ekki. Hún fer auðvitað og lokar vettvangi. Hún heldur sig í hæfilegri fjarlægð frá staðnum og passar að almennir borgarar fari ekki í víglínu mannanna tveggja sem eru búnir að skjóta nokkra nú þegar, og bíður eftir sérsveitinni. Finnst þér boðlegt að lögreglan loki vettvangi án vopna? Hvernig getur hún tryggt sitt eigið öryggi? Ekki hugsa núna: Já þetta er bara þeirra vinna. Hugsaðu að lögreglumaðurinn væri bróðir þinn, faðir þinn eða sonur þinn/dóttir þín. Þér finndist eflaust ekki þægilegt að vita af honum í lokun á vettvangi þar sem tveir óðir byssumenn ganga lausir. Þér finndist örugglega óboðlegt að vita af honum með kylfu og piparúða. FrakklandÞegar mínúta er búin af myndbandinu þá sérðu þessa tvo umrædda morðingja koma æðandi að lögreglubílnum. Lögreglan er greinilega ekki viðbúin þessu eins og sést, enda er franska lögreglan með skammbyssur, samkvæmt Wikipedia, og hefði því geta skotið á þá. Nema hvað skammbyssur duga skammt gegn sjálfvirkum rifflum, en það er annað mál. Ímyndum okkur að þetta hafi verið íslenskur lögreglubíll. Hefði eitthvað atvikast öðruvísi? Nei, væntanlega ekki. Kannski hefðu þeir náð að drepa lögreglumanninn, það er ómögulegt að segja. Kylfa og mace eru aðeins gagnlausari tól gegn sjálfvirkum rifflum heldur en lítil skammbyssa. En ef lögreglan hefði haft aðgang að MP5 og náð að koma sér fyrir? Það hefði væntanlega breytt ýmsu. Helstu mótrökAf hverju fara þeir ekki niður á stöð til að ná í vopn? Ég veit ekki með ykkur, en ég hef ekki áhuga á að búa í samfélagi þar sem lögreglan flýr af vettvangi þegar eitthvað gerist. Ég vil að hún leysi málið og komi í veg fyrir að óbreyttir borgarar falli. Það er mjög eðlileg krafa. Hlutirnir gerast oft ansi hratt og það er hægt að skjóta marga meðan lögreglan skreppur frá. En ég get ekki sett þessa kröfu á lögreglumenn þegar ég veit að þeir fá ekki þau tól sem þarf til að leysa málin í öllum tilvikum án þess að stofna sjálfum sér í óþarflega mikla lífshættu. Ef lögreglan vopnast þá vopnast glæpamennirnir. Ef lögreglan fær skotvopn í tækjabeltið sitt og gengur þar af leiðandi með það hvert sem hún fer, þá getur vel verið að að þessi rök gildi. Ég bara þekki það ekki. En það er óþarfi að ræða það því málið snýst ekki um það eins og margir virðast halda. Ef lögreglan fær vopn í læsta hirslu inni í lögreglubílnum og fær aðeins að vopnast þegar yfirmaður vaktar gefur leyfi, þá eru þessi rök fokin út um gluggann. Af hverju ætti brotamaður að vopnbúast frekar þegar hann veit að lögreglan sé með vopn í læstri hirslu inni í bíl sem hún notar aðeins í undantekningartilvikum? Viljum ekki að lögreglan grípi til vopna í einhverju æði og skjóti einhvern að óþörfu. Lögreglumaður er jafn líklegur til að skjóta einhvern í bræði þegar hann getur farið niður á lögreglustöð og náð í vopn alveg eins og hann fari inn í bíl og nái í vopnið. Sömu rök væri þá hægt að segja um sérsveitina. Hvað ef þeir skjóta einhvern í bræði? Þeir aka um með skotvopn í bílunum. Eigum við að hætta að treysta þeim? SkilningurÞað varð frekar mikið fjaðrafok í samfélaginu þegar í ljós kom að það ætti að setja MP5 byssur í lögreglubíla landsins. Búin var til hópur á facebook sem ber nafnið Skilum byssunum og í dag hafa næstum 9000 manns gert „like” við hópinn. Einnig voru mjög háværar- og neikvæðar raddir á kommentakerfum fréttaveitanna. Ég veit ekki hvort atburðirnir í Frakklandi hafi haft einhver áhrif á skoðanir þeirra sem eru almennt á móti því að lögreglan fái MP5 byssur í bílana en ég vona það innilega. Ef ekki þá vona ég að þessi grein fái einhverja til þess að opna sjóndeildarhringinn og sýna lögreglustarfinu meiri skilning. Það er nauðsynlegt að almenningur skilji störf lögreglunnar því það er nauðsynlegt fyrir lögregluna að hafa almenning með sér í liði. Það er ekki minna nauðsynlegt að alþingismenn geti skilið störf lögreglunnar en miðað við umræðuna sem kom upp þegar stóra MP5 málið kom til gerði ég mér ljóst að ansi margir alþingismenn hafa ekki hundsvit á stöfum hennar. Af hverju?Sumir kunna að spyrja sig af hverju í ósköpunum ég sé að velta þessu fyrir mér. Það vill svo til að ég var sjálfur í lögreglunni í um 3 ár og get þar af leiðandi fremur auðveldlega sett mig í spor lögreglumanna. Ég hef líka engan áhuga á að missa félaga mína sem starfa í lögreglunni vegna þröngsýnna skoðana í samfélaginu, og þá sérstaklega meðal alþingismanna. Að geta sett sig í spor lögreglumannsÞú þarft ekki hafa verið lögga til að sýna lögreglustörfum einhvern skilning. Þú þarft að byrja á því að gera þér grein fyrir að ýmis mál geta komið upp sem þú bjóst ekki endilega við að myndu gerast, m.a. skotárásir. Næst þarftu að sýna samúð, m.ö.o þarftu að geta sett þig í spor annarra. Í þessu tilfelli seturðu þig í spor lögreglumanns. Þú færð það verkefni að loka vettvangi þar sem skotárás á sér stað og bíða þar til sérsveitin kemur, eða þú sérð mann skjóta vegfarendur úti á götu. Hvað áttu að gera til að tryggja öryggi annarra, og þitt eigið öryggi í leiðinni, þegar þú hefur aðeins kylfu og piparúða? Möguleikinn að skreppa niður á lögreglustöð og ná í vopn kemur ekki til greina. Ef þú hefur svar við þessari spurningu, þá máttu endilega fræða mig því ég hef það ekki.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun