Mazda endurlífgar Rotary vélar í nýjum RX-7 Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 11:35 Mazda RX-7 sportbíllinn. Aðdáendur Rotary véla höfðu sætt sig við að dagar þessara véla væru taldir eftir að Mazda hætti framleiðslu þeirra í RX-7 sportbílnum og bílnum sjálfum í leiðinni. Mazda er þó ekki af baki dottið hvað þessarar óvenjulegu gerð véla varðar og hyggur á kynningu á nýjum RX-7 bíl árið 2017 með slíkri vél. Mazda hefur einnig skráð einkarétt á nafn RX-9 bíls sem í býgerð er að auki og gæti hann einnig fengið Rotary vél. Mazda hætti framleiðslu RX-8 bíls með Rotary vél árið 2011 en sá bíll verður aftur til sölu og kemur þá líklega á markað einnig árið 2017. Nýja Rotary vélin fær forþjöppu til að auka aflið og segjast Mazda menn að hún muni skila 450 hestöflum og því ætti þessir nettu bílar að verða ofuröflugir. Mazda kynnti Rotary vélina í Mazda Cosmo bílnum árið 1967 og því verða 50 ár liðin árið 2017 og tímasetningin því góð fyrir kynningu á nýrri gerð þeirra. Nýr Mazda RX-7 á að etja kappi við bíla eins og Porsche 911 og standa þeim ekki að baki hvað afl og upptak varðar. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent
Aðdáendur Rotary véla höfðu sætt sig við að dagar þessara véla væru taldir eftir að Mazda hætti framleiðslu þeirra í RX-7 sportbílnum og bílnum sjálfum í leiðinni. Mazda er þó ekki af baki dottið hvað þessarar óvenjulegu gerð véla varðar og hyggur á kynningu á nýjum RX-7 bíl árið 2017 með slíkri vél. Mazda hefur einnig skráð einkarétt á nafn RX-9 bíls sem í býgerð er að auki og gæti hann einnig fengið Rotary vél. Mazda hætti framleiðslu RX-8 bíls með Rotary vél árið 2011 en sá bíll verður aftur til sölu og kemur þá líklega á markað einnig árið 2017. Nýja Rotary vélin fær forþjöppu til að auka aflið og segjast Mazda menn að hún muni skila 450 hestöflum og því ætti þessir nettu bílar að verða ofuröflugir. Mazda kynnti Rotary vélina í Mazda Cosmo bílnum árið 1967 og því verða 50 ár liðin árið 2017 og tímasetningin því góð fyrir kynningu á nýrri gerð þeirra. Nýr Mazda RX-7 á að etja kappi við bíla eins og Porsche 911 og standa þeim ekki að baki hvað afl og upptak varðar.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent