Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2014 21:45 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent