Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 21:15 Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins.
Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30