Nakin á netinu – Myndir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Guðberg K. Jónsson skrifar 10. september 2014 07:00 Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun