Kynningarmyndböndin fyrir iPhone 6 og Apple Watch vekja lukku Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 10:39 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, á kynningunni í gær. Vísir/AFP Apple kynnti í gær nýja síma fyrirtækisins, iPhone 6 og iPhone 6 plus, ásamt því að kynna snjallúrið Apple Watch. Alls birti fyrirtækið níu myndbönd á netinu sem notuð voru í kynningunni. Fyrsta myndbandið sem ber heitið Perspective, eða Sjónarhorn. Með því vildu forsvarsmenn Apple sýni grunngildi fyrirtækisins. Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon og tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Justin Timberlake tóku höndum saman við gerð tveggja auglýsinga fyrir nýju símana. Þær auglýsingar voru sýndar á kynningu Apple. Í næsta myndbandi sem sýnt var fjölluðu hönnuðir símanna um hönnun símanna og þróun þeirra. Þá er farið yfir muninn á iPhone 6 og 6 plus á eldri iPhone símum. Þar á eftir fylgdi myndband sem sýnir útlit símanna. Snjallúrið Apple Watch var kynnt í gær og hér að neðan er myndbandið sem sýnt var við kynningu þess. Einnig var kynnt hvernig úrið getur verið notað til að hjálpa fólki sem vill vera virkara í lífinu og hreyfa sig meira. Þar á eftir var sýnt myndband þar sem fjallað er um hönnun Apple Watch. Síðasta myndbandið sem sneri að Apple Watch sýndi útlit snjallúrsins. Síðasta myndband kynningarinnar var sýnt áður en hljómsveitin U2 steig á svið. Í myndbandinu er horft til fortíðar, til auglýsinga fyrir iPod fyrir nokkrum árum síðan. Meðlimir U2 voru fengnir til að taka þátt í gerð einnar slíkrar auglýsingar. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple kynnti í gær nýja síma fyrirtækisins, iPhone 6 og iPhone 6 plus, ásamt því að kynna snjallúrið Apple Watch. Alls birti fyrirtækið níu myndbönd á netinu sem notuð voru í kynningunni. Fyrsta myndbandið sem ber heitið Perspective, eða Sjónarhorn. Með því vildu forsvarsmenn Apple sýni grunngildi fyrirtækisins. Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon og tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Justin Timberlake tóku höndum saman við gerð tveggja auglýsinga fyrir nýju símana. Þær auglýsingar voru sýndar á kynningu Apple. Í næsta myndbandi sem sýnt var fjölluðu hönnuðir símanna um hönnun símanna og þróun þeirra. Þá er farið yfir muninn á iPhone 6 og 6 plus á eldri iPhone símum. Þar á eftir fylgdi myndband sem sýnir útlit símanna. Snjallúrið Apple Watch var kynnt í gær og hér að neðan er myndbandið sem sýnt var við kynningu þess. Einnig var kynnt hvernig úrið getur verið notað til að hjálpa fólki sem vill vera virkara í lífinu og hreyfa sig meira. Þar á eftir var sýnt myndband þar sem fjallað er um hönnun Apple Watch. Síðasta myndbandið sem sneri að Apple Watch sýndi útlit snjallúrsins. Síðasta myndband kynningarinnar var sýnt áður en hljómsveitin U2 steig á svið. Í myndbandinu er horft til fortíðar, til auglýsinga fyrir iPod fyrir nokkrum árum síðan. Meðlimir U2 voru fengnir til að taka þátt í gerð einnar slíkrar auglýsingar.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira