Samkeppniseftirlitið segir nýja rannsókn á Vífilfelli koma til greina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. október 2014 18:35 Vífilfell er líklega þekktast fyrir framleiðslu og sölu á Coca Cola. Vísir / Getty Images Samkeppniseftirlitið segir koma til greina að hefja nýja rannsókn á Vífilfelli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu eftirlitsins. Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun héraðsdóms um að snúa við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Vífilfell hafi brotið gegn samkeppnislögum. Íslenska ríkið þarf að greiða fyrirtækinu til baka 80 milljónir króna auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkeppniseftirlitið hafði sektað fyrirtækið vegna samninga Vífilfells við birgja þar sem viðsemjendur skuldbundu sig til að bjóða eingöngu upp á vörur frá Vífilfelli en auk þess skoðaði eftirlitið ákvæði samninga sem virtust viðhalda tryggð endursöluaðila við vörur fyrirtækisins. Tekist var á um hvort að Samkeppniseftirlitið hafi kannað með fullnægjandi hætti hvort að Vífilfell hafi verið með markaðsráðandi stöðu, líkt og eftirlitið taldi. Aðeins var horft á gosdrykkjamarkað en Vífilfell taldi að markaðurinn væri víðtækari en Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi og að hann taki til allra óáfengra drykkja eins og mjólkurdrykkja, kaffis, ávaxtasafa, orkudrykkja auk gosdrykkja.Hæstiréttur taldi ekki nógu skýrt hvort að kolsýrðir vatnsdrykkir og gosdrykkir væru á sama markaði og tók þannig undir þau sjónarmið að ekki hafi verið nógu skýrt hvort Vífilfell hafi í raun verið með markaðsráðandi stöðu. „Mikilvægt er fyrir þróun samkeppni á drykkjarvörumörkuðum að úr því fáist skorið hvort þeir starfshættir sem um er deilt í málinu standist samkeppnislög,“ segir í yfirlýsingu frá eftirlitinu. „Þar sem efnisdómur fékkst ekki í málinu liggur fyrir Samkeppniseftirlitinu að taka ákvörðun um hvernig við því verði brugðist.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir að ríkið þurfi að greiða Vífilfelli 80 milljónir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið skuli greiða Vífilfelli til baka 80 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í stjórnvaldssekt. 9. október 2014 16:35 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir koma til greina að hefja nýja rannsókn á Vífilfelli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu eftirlitsins. Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun héraðsdóms um að snúa við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Vífilfell hafi brotið gegn samkeppnislögum. Íslenska ríkið þarf að greiða fyrirtækinu til baka 80 milljónir króna auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkeppniseftirlitið hafði sektað fyrirtækið vegna samninga Vífilfells við birgja þar sem viðsemjendur skuldbundu sig til að bjóða eingöngu upp á vörur frá Vífilfelli en auk þess skoðaði eftirlitið ákvæði samninga sem virtust viðhalda tryggð endursöluaðila við vörur fyrirtækisins. Tekist var á um hvort að Samkeppniseftirlitið hafi kannað með fullnægjandi hætti hvort að Vífilfell hafi verið með markaðsráðandi stöðu, líkt og eftirlitið taldi. Aðeins var horft á gosdrykkjamarkað en Vífilfell taldi að markaðurinn væri víðtækari en Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi og að hann taki til allra óáfengra drykkja eins og mjólkurdrykkja, kaffis, ávaxtasafa, orkudrykkja auk gosdrykkja.Hæstiréttur taldi ekki nógu skýrt hvort að kolsýrðir vatnsdrykkir og gosdrykkir væru á sama markaði og tók þannig undir þau sjónarmið að ekki hafi verið nógu skýrt hvort Vífilfell hafi í raun verið með markaðsráðandi stöðu. „Mikilvægt er fyrir þróun samkeppni á drykkjarvörumörkuðum að úr því fáist skorið hvort þeir starfshættir sem um er deilt í málinu standist samkeppnislög,“ segir í yfirlýsingu frá eftirlitinu. „Þar sem efnisdómur fékkst ekki í málinu liggur fyrir Samkeppniseftirlitinu að taka ákvörðun um hvernig við því verði brugðist.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir að ríkið þurfi að greiða Vífilfelli 80 milljónir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið skuli greiða Vífilfelli til baka 80 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í stjórnvaldssekt. 9. október 2014 16:35 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir að ríkið þurfi að greiða Vífilfelli 80 milljónir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið skuli greiða Vífilfelli til baka 80 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í stjórnvaldssekt. 9. október 2014 16:35