Innlent

Umferðatafir á Vesturlandsvegi: Strætisvagn og fólksbíll lentu saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samfelld bilalelst er á nokkurra kílómetra kafla og þokast hún hægt.
Samfelld bilalelst er á nokkurra kílómetra kafla og þokast hún hægt.
Miklar umferðartafir eru á Vesturlandsvegi á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar eftir að strætisvagn og fólksbíll lentu þar í umferðaróhappi um átta leytið.

Samfelld bilalelst er á nokkurra kílómetra kafla og þokast hún hægt.

Lögregla og björgunarmenn eru á vettvangi óhappsins en búist er við að nokkurn tíma muni taka að greiða úr flækjunni endanlega. Engin slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×