Valdefling kvenna í þágu mannkynsins Phumzile Mlambo-Ngcuka skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir um það bil 20 árum kom heimurinn saman í Peking á fjórðu heimsráðstefnunni um málefni kvenna. Á ráðstefnunni skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaráætlun fyrir auknu jafnrétti kynjanna: útkoman var Pekingsáttmálinn. Um 17 þúsund þátttakendur og 30 þúsund aðgerðarsinnar sáu fyrir sér heim þar sem konur og stúlkur nutu jafnréttis, frelsis og jafnra tækifæra á öllum sviðum lífsins. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu tveimur áratugum getur engin þjóð lýst því yfir að náðst hefur jafnrétti milli karla og kvenna. Nú er kominn tími að koma saman á ný fyrir konur og stúlkur um heim allan og ljúka þessari vegferð. Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans mun UN Women standa fyrir árslangri herferð sem miðar að því að blása nýju lífi í sáttmálann. Markmiðið er skýrt: endurvekja skuldbindingar aðildarríkjanna, beita frekari þrýstingi á framgang mála og fá aukið fjármagn til að láta jafnrétti kynjanna verða að veruleika, stuðla að valdeflingu kvenna og auknum mannréttindum. Pekingsáttmálinn byggir á framsækinni áætlun í 12 flokkum sem miðar að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ríkistjórnir, einkageirinn og aðrir þátttakendur voru hvattir til að draga úr fátækt kvenna og stúlkna, tryggja þeirra réttindi að námi og þjálfun, hlúa að heilsu þeirra, þ.m.t. kyn- og frjósemisheilbrigði, vernda konur og stúlkur gegn ofbeldi og mismunun, tryggja að allir njóti ávinnings tækniframfara og þeirra grundarvallarréttinda að taka þátt í samfélaginu, stjórnmálum og efnahagslífinu.Mæta mismunun um allan heim Tuttugu árum síðar er Pekingsáttmálinn enn þá ein helsta grundvallarstoð réttindabaráttu kvenna. Það hafa átt sér stað mörg framfaraskref í jafnréttismálum og því ber að fagna. Aldrei hafa fleiri stúlkur gengið í skóla, atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri og fleiri konur sitja á þingi og eru í leiðtogahlutverkum en nokkru sinni fyrr. En því miður þá mæta konur mismunun um allan heim fyrir það eitt að vera konur. Við sjáum það daglega, í launamisrétti og ójöfnun tækifærum á atvinnumarkaði…í óeðlilega lágu hlutfalli kvenna í opinbera og einkageiranum…í fjölda barnabrúðkaupa og því að ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum, en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi – það endurspeglar stærri tölu en allir Evrópubúar. Kannski er sú staðreynd meira áhyggjuefni að ef umræðurnar í Peking hefðu átt sér stað í dag þá er líklegt að sáttmálinn hefði ekki verið eins sterkur. Okkur ber öllum skylda til að ýta frekar á innleiðingu sáttmálans, því í hvert skipti sem kona eða stúlka er beitt mismunun eða ofbeldi þá tapar mannkynið. Síðan að ráðstefnan var haldin í Peking hafa margar rannsóknir sýnt fram á það að við valdeflingu kvenna eflum við um leið mannkynið. Aukið jafnrétti tryggir löndum aukinn hagvöxt. Fyrirtæki með fleiri konur í stjórnum skila meiri arði til eigenda sinna. Þau þjóðþing sem eru með fleiri konur á þingi taka til umræðu fjölbreyttari mál og innleiða frekar lagasetningu tengda heilbrigði, menntun, mismunun og velferð barna. Friðarsáttmálar þar sem bæði konur og karlar koma að samningaborðinu endast lengur og eru traustari. Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna lækkar barnadauði um 9,5 prósent. Við það að tryggja kvenbændum aðgang að fjármagni og þjónustu til jafns við karla myndi það auka framleiðni og koma í veg fyrir hungur 150 milljóna manna. Með jöfnum tækifærum kynjanna mun staðan í heiminum breytast til hins betra og hagsæld aukast.Þúsaldarmarkmið fyrir 2015 Við getum og þurfum að raungera þessa mynd. Öll ríki heimsins vinna nú að því að ná þúsaldarmarkmiðum fyrir árið 2015 og skilgreina nýja alheimsþróunaráætlun. Við þurfum að nýta þetta einnar-kynslóðar-tækifæri og setja barráttuna fyrir auknu jafnrétti kynjanna, réttindum kvenna og valdeflingu kvenna sem þungamiðju í alþjóðasamvinnu. Það er það eina rétta í stöðunni og það besta sem hægt er að gera fyrir mannkynið. Karlar og strákar, sem hafa verið hljóðir í of langan tíma, hafa verið að standa upp og tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna í gegnum átaksverkefni UN Women líkt og herferðina #HeForShe. Við leitum til allra karla og stráka að ganga í lið með okkur. Um 20 árum eftir Pekingráðstefnuna trúi ég því að heimurinn sé tilbúinn að innleiða framtíðarsýn Pekingsáttmálans um jafnan heim fyrir bæði konur og karla. Á næstu tólf mánuðum mun UN Women kynna sáttmálann fyrir almenningi, sýna hvaða árangur hefur náðst á þessum 20 árum en einnig að skoða hvar við þurfum að bæta okkur og beita aðildarríki þrýstingi til að leggja meiri áherslu og fjármagn í jafnréttismál. Saman verðum við að ná jafnrétti milli karla og kvenna. Valdefling kvenna í þágu mannkynsins. Látum það verða að veruleika! Frekari upplýsingar er að finna á www.beijing20.unwomen.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 20 árum kom heimurinn saman í Peking á fjórðu heimsráðstefnunni um málefni kvenna. Á ráðstefnunni skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaráætlun fyrir auknu jafnrétti kynjanna: útkoman var Pekingsáttmálinn. Um 17 þúsund þátttakendur og 30 þúsund aðgerðarsinnar sáu fyrir sér heim þar sem konur og stúlkur nutu jafnréttis, frelsis og jafnra tækifæra á öllum sviðum lífsins. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu tveimur áratugum getur engin þjóð lýst því yfir að náðst hefur jafnrétti milli karla og kvenna. Nú er kominn tími að koma saman á ný fyrir konur og stúlkur um heim allan og ljúka þessari vegferð. Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans mun UN Women standa fyrir árslangri herferð sem miðar að því að blása nýju lífi í sáttmálann. Markmiðið er skýrt: endurvekja skuldbindingar aðildarríkjanna, beita frekari þrýstingi á framgang mála og fá aukið fjármagn til að láta jafnrétti kynjanna verða að veruleika, stuðla að valdeflingu kvenna og auknum mannréttindum. Pekingsáttmálinn byggir á framsækinni áætlun í 12 flokkum sem miðar að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ríkistjórnir, einkageirinn og aðrir þátttakendur voru hvattir til að draga úr fátækt kvenna og stúlkna, tryggja þeirra réttindi að námi og þjálfun, hlúa að heilsu þeirra, þ.m.t. kyn- og frjósemisheilbrigði, vernda konur og stúlkur gegn ofbeldi og mismunun, tryggja að allir njóti ávinnings tækniframfara og þeirra grundarvallarréttinda að taka þátt í samfélaginu, stjórnmálum og efnahagslífinu.Mæta mismunun um allan heim Tuttugu árum síðar er Pekingsáttmálinn enn þá ein helsta grundvallarstoð réttindabaráttu kvenna. Það hafa átt sér stað mörg framfaraskref í jafnréttismálum og því ber að fagna. Aldrei hafa fleiri stúlkur gengið í skóla, atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri og fleiri konur sitja á þingi og eru í leiðtogahlutverkum en nokkru sinni fyrr. En því miður þá mæta konur mismunun um allan heim fyrir það eitt að vera konur. Við sjáum það daglega, í launamisrétti og ójöfnun tækifærum á atvinnumarkaði…í óeðlilega lágu hlutfalli kvenna í opinbera og einkageiranum…í fjölda barnabrúðkaupa og því að ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum, en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi – það endurspeglar stærri tölu en allir Evrópubúar. Kannski er sú staðreynd meira áhyggjuefni að ef umræðurnar í Peking hefðu átt sér stað í dag þá er líklegt að sáttmálinn hefði ekki verið eins sterkur. Okkur ber öllum skylda til að ýta frekar á innleiðingu sáttmálans, því í hvert skipti sem kona eða stúlka er beitt mismunun eða ofbeldi þá tapar mannkynið. Síðan að ráðstefnan var haldin í Peking hafa margar rannsóknir sýnt fram á það að við valdeflingu kvenna eflum við um leið mannkynið. Aukið jafnrétti tryggir löndum aukinn hagvöxt. Fyrirtæki með fleiri konur í stjórnum skila meiri arði til eigenda sinna. Þau þjóðþing sem eru með fleiri konur á þingi taka til umræðu fjölbreyttari mál og innleiða frekar lagasetningu tengda heilbrigði, menntun, mismunun og velferð barna. Friðarsáttmálar þar sem bæði konur og karlar koma að samningaborðinu endast lengur og eru traustari. Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna lækkar barnadauði um 9,5 prósent. Við það að tryggja kvenbændum aðgang að fjármagni og þjónustu til jafns við karla myndi það auka framleiðni og koma í veg fyrir hungur 150 milljóna manna. Með jöfnum tækifærum kynjanna mun staðan í heiminum breytast til hins betra og hagsæld aukast.Þúsaldarmarkmið fyrir 2015 Við getum og þurfum að raungera þessa mynd. Öll ríki heimsins vinna nú að því að ná þúsaldarmarkmiðum fyrir árið 2015 og skilgreina nýja alheimsþróunaráætlun. Við þurfum að nýta þetta einnar-kynslóðar-tækifæri og setja barráttuna fyrir auknu jafnrétti kynjanna, réttindum kvenna og valdeflingu kvenna sem þungamiðju í alþjóðasamvinnu. Það er það eina rétta í stöðunni og það besta sem hægt er að gera fyrir mannkynið. Karlar og strákar, sem hafa verið hljóðir í of langan tíma, hafa verið að standa upp og tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna í gegnum átaksverkefni UN Women líkt og herferðina #HeForShe. Við leitum til allra karla og stráka að ganga í lið með okkur. Um 20 árum eftir Pekingráðstefnuna trúi ég því að heimurinn sé tilbúinn að innleiða framtíðarsýn Pekingsáttmálans um jafnan heim fyrir bæði konur og karla. Á næstu tólf mánuðum mun UN Women kynna sáttmálann fyrir almenningi, sýna hvaða árangur hefur náðst á þessum 20 árum en einnig að skoða hvar við þurfum að bæta okkur og beita aðildarríki þrýstingi til að leggja meiri áherslu og fjármagn í jafnréttismál. Saman verðum við að ná jafnrétti milli karla og kvenna. Valdefling kvenna í þágu mannkynsins. Látum það verða að veruleika! Frekari upplýsingar er að finna á www.beijing20.unwomen.org.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun