Innlent

Sveinn nýr Dómkirkjuprestur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Valgeirsson.
Sveinn Valgeirsson. Vísir/Vilhelm
Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Svein Valgeirsson í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Sveini var tilkynnt um úthlutun embættisins fyrr í vikunni en ekki var formlega tilkynnt um úthlutunina fyrr en í dag.

Frestur til að sækja um embættið rann út 30. maí sl. Tíu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×