Porsche smíðar vél fyrir limósínu Pútíns Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 10:24 Vladimir Pútín stígur úr núverandi limósínu sinni en vill nýrri og betri bíl. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent