Safn hinnar líðandi stundar Þorgerður Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 08:00 Það er orðið að árstíðabundinni venju með lækkandi sól að listasenan í heild sinni þurfi að endurtaka hver ávinningur af list sé fyrir samfélagið. Í þessu samhengi er langoftast átt við efnahagslegan ávinning, enda veit jafnvel sitjandi ríkisstjórn að raunverulegt gildi menningar er ómetanlegt. Ef að maður vill undirstrika peninga í listum er hægt að benda á að með hverri krónu sem sett er í menningu, koma fimm tilbaka. Staðreyndin er sú að íslenskt samfélag er í raun ofdekrað af endalausum tækifærum til þess að njóta listar vegna takmarkalauss framtaks og vinnu listafólks í gegnum tíðina Þó við lítum 100 ár aftur í tímann er það augljóst að íslenska listasenan er mestmegnis sköpuð af listamönnum og oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Árið 1916 var hornsteinn lagður að kastala og listasafni Einars Jónssonar efst á Skólavörðuholtinu. Árið 1947 var Myndlistarskóli Reykjavíkur stofnaður sem hefur verið rekinn af listamönnum óslitið síðan og árið 1965 var gallerí SÚM komið á legg af hópi listamanna. 5. janúar árið 1978 komu 26 listamenn saman í vinnustofu Ólafs Lárussonar listamanns og lögðu drög að stofnun listasafns sem tileinkap var samtímalist. Stefna sem opinberar listastofnanir voru ekki að sinna á þeim tíma. Þannig varð Nýlistasafnið eða Nýló til, fyrst til húsa í 30 m2 geymslu í Mjölnisholti. Tæpum tveimur árum seinna var sýningarými Nýló komið á koppinn á jarðhæð Vatnsstígs 3b. Síðan þá hafa opnað og lokað yfir 60 listamannarekin rými á höfuðborgarsvæðinu einu saman, sem loguðu glatt á meðan á þeim stóð. Í dag er Nýló þekkt fyrir að vera eitt af elstu listamannareknu söfnum og sýningarýmum í Evrópu og skipar einstakan sess sem menningarstofnun og myndlistarmiðja á Íslandi. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar og varðveislu myndlistar hér á landi. Listaverkaeign safnsins telur yfir 2.000 verk og byggist einvörðungu á gjöfum listamanna. Fjöldi þessara verka hefði án efa glatast ef listamennirnir hefðu ekki komið saman til þess að varðveita eigin sögu. Heimildasafn um frumkvæði listamanna er einmitt að finna í Nýló, sem og heimildasafn gjörninga sem fluttir hafa verið í safninu síðustu áratugi. Nýló er og hefur verið safn og sýningarými hinnar líðandi stundar og geymir einstæðan hlut íslenskrar listasögu frá því um 1960. Fyrsta minning mín af Nýlistasafninu er að ég rambaði óvart inn á gjörningakvöld á Vatnsstígnum eftir Kvennó-bjórkvöld. Nokkru seinna var Nýló flutt á Laugaveg 26 og hafði þá nýverið misst geymsluplássið fyrir safneignina. Þáverandi stjórn ásamt listamanninum Carl Boutard, sýndi verkin með því að þekja allan gólfflötinn með innpökkuðu verkunum og lagði gönguplanka yfir svo gestir gátu gengið yfir söguna. Þremur árum seinna eftir útskrift frá LHÍ var mér ásamt nokkrum ungum myndlistarmönnum boðið að velja verk úr safneign Nýló á sýningu sem þá var komið á Skúlagötuna. Þá fyrst opnuðust augu mín fyrir umfangi og mikilvægi Nýló þar sem ég skrollaði gegnum rúmlega 1.000 verk og heimildir frá fyrri sýningum í safninu. Mörg verkanna hafði ég aldrei séð áður en sum hver voru afar kunnugleg og komu við innsta hjartastreng. Eins og mörgum er kunnugt flutti Nýló nýverið safneign sína í Breiðholtið. En leitin að hentugu sýningarrými stendur hins vegar enn yfir. Nú hafa margir af stofnendum og fulltrúum Nýló ásamt nokkrum heimsþekktum listamönnum, gefið safninu listaverk til þess að tryggja varanlegri aðstöðu fyrir sýningastarfsemina. Þannig hefur Nýló verið keyrt áfram gegnum tíðina, með stöðugri vinnu og framtaki listamanna sem er einmitt ástæðan fyrir því að þetta tiltekna listamannarekna rými hefur ekki kulnað út eins og öll hin. En Nýló er ekki sjálfsagður hlutur frekar en eitthvað annað og staðreyndin er sú að það er komið að ákveðnum kaflaskilum í sögu sýningarýmis safnsins. Hvað gerist ef að Nýló fær ekki almennilegt sýningarými sem veldur hugsjónum og kröftum þess? Þetta tiltekna rými sem hefur haft gríðarlega mótandi áhrif á listasenuna og næstu kynslóðir listamanna í nær 4 áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er orðið að árstíðabundinni venju með lækkandi sól að listasenan í heild sinni þurfi að endurtaka hver ávinningur af list sé fyrir samfélagið. Í þessu samhengi er langoftast átt við efnahagslegan ávinning, enda veit jafnvel sitjandi ríkisstjórn að raunverulegt gildi menningar er ómetanlegt. Ef að maður vill undirstrika peninga í listum er hægt að benda á að með hverri krónu sem sett er í menningu, koma fimm tilbaka. Staðreyndin er sú að íslenskt samfélag er í raun ofdekrað af endalausum tækifærum til þess að njóta listar vegna takmarkalauss framtaks og vinnu listafólks í gegnum tíðina Þó við lítum 100 ár aftur í tímann er það augljóst að íslenska listasenan er mestmegnis sköpuð af listamönnum og oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Árið 1916 var hornsteinn lagður að kastala og listasafni Einars Jónssonar efst á Skólavörðuholtinu. Árið 1947 var Myndlistarskóli Reykjavíkur stofnaður sem hefur verið rekinn af listamönnum óslitið síðan og árið 1965 var gallerí SÚM komið á legg af hópi listamanna. 5. janúar árið 1978 komu 26 listamenn saman í vinnustofu Ólafs Lárussonar listamanns og lögðu drög að stofnun listasafns sem tileinkap var samtímalist. Stefna sem opinberar listastofnanir voru ekki að sinna á þeim tíma. Þannig varð Nýlistasafnið eða Nýló til, fyrst til húsa í 30 m2 geymslu í Mjölnisholti. Tæpum tveimur árum seinna var sýningarými Nýló komið á koppinn á jarðhæð Vatnsstígs 3b. Síðan þá hafa opnað og lokað yfir 60 listamannarekin rými á höfuðborgarsvæðinu einu saman, sem loguðu glatt á meðan á þeim stóð. Í dag er Nýló þekkt fyrir að vera eitt af elstu listamannareknu söfnum og sýningarýmum í Evrópu og skipar einstakan sess sem menningarstofnun og myndlistarmiðja á Íslandi. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar og varðveislu myndlistar hér á landi. Listaverkaeign safnsins telur yfir 2.000 verk og byggist einvörðungu á gjöfum listamanna. Fjöldi þessara verka hefði án efa glatast ef listamennirnir hefðu ekki komið saman til þess að varðveita eigin sögu. Heimildasafn um frumkvæði listamanna er einmitt að finna í Nýló, sem og heimildasafn gjörninga sem fluttir hafa verið í safninu síðustu áratugi. Nýló er og hefur verið safn og sýningarými hinnar líðandi stundar og geymir einstæðan hlut íslenskrar listasögu frá því um 1960. Fyrsta minning mín af Nýlistasafninu er að ég rambaði óvart inn á gjörningakvöld á Vatnsstígnum eftir Kvennó-bjórkvöld. Nokkru seinna var Nýló flutt á Laugaveg 26 og hafði þá nýverið misst geymsluplássið fyrir safneignina. Þáverandi stjórn ásamt listamanninum Carl Boutard, sýndi verkin með því að þekja allan gólfflötinn með innpökkuðu verkunum og lagði gönguplanka yfir svo gestir gátu gengið yfir söguna. Þremur árum seinna eftir útskrift frá LHÍ var mér ásamt nokkrum ungum myndlistarmönnum boðið að velja verk úr safneign Nýló á sýningu sem þá var komið á Skúlagötuna. Þá fyrst opnuðust augu mín fyrir umfangi og mikilvægi Nýló þar sem ég skrollaði gegnum rúmlega 1.000 verk og heimildir frá fyrri sýningum í safninu. Mörg verkanna hafði ég aldrei séð áður en sum hver voru afar kunnugleg og komu við innsta hjartastreng. Eins og mörgum er kunnugt flutti Nýló nýverið safneign sína í Breiðholtið. En leitin að hentugu sýningarrými stendur hins vegar enn yfir. Nú hafa margir af stofnendum og fulltrúum Nýló ásamt nokkrum heimsþekktum listamönnum, gefið safninu listaverk til þess að tryggja varanlegri aðstöðu fyrir sýningastarfsemina. Þannig hefur Nýló verið keyrt áfram gegnum tíðina, með stöðugri vinnu og framtaki listamanna sem er einmitt ástæðan fyrir því að þetta tiltekna listamannarekna rými hefur ekki kulnað út eins og öll hin. En Nýló er ekki sjálfsagður hlutur frekar en eitthvað annað og staðreyndin er sú að það er komið að ákveðnum kaflaskilum í sögu sýningarýmis safnsins. Hvað gerist ef að Nýló fær ekki almennilegt sýningarými sem veldur hugsjónum og kröftum þess? Þetta tiltekna rými sem hefur haft gríðarlega mótandi áhrif á listasenuna og næstu kynslóðir listamanna í nær 4 áratugi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun