Líkir ástandinu í Rússlandi við hrunið hér Haraldur Guðmundsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson segir starfsmenn Samherja hafa farið til Rússlands í síðustu viku til að ræða við viðskiptavini fyrirtækisins og fylgjast með ástandinu þar í landi. vísir „Að sjálfsögðu er þetta ástand í Rússlandi ekki ósvipað og var hér á Íslandi í október 2008 og þetta hefur verið og verður áfram gríðarlega mikilvægur markaður fyrir okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Efnahagsástandið í Rússlandi hefur haft áhrif á útflutning Samherja á sjávarafurðum til landsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag þá hafa stórir fiskútflytjendur stöðvað útflutning sinn til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Fyrirtæki þar í landi skulda íslenskum útflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Samherji sendi að sögn Þorsteins flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum, sem er væntanlegt þangað í byrjun næstu viku. Spurður hvort hann sé vongóður um að fyrirtækið fái útistandandi skuldir greiddar, segir Þorsteinn: „Við erum, öll þessi fyrirtæki, í þessari stöðu og þetta er erfitt. En eins og ég segi þá erum við með flutningaskip sem kemur til Rússlands í næstu viku. Það er hins vegar minna magn en áætlanir gera ráð fyrir og þetta gengur allt hægar […] Aðstæður eru mjög erfiðar þarna, því er ekki að neita.“ Þorsteinn segir fyrirtækið eiga „töluvert“ af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað. Tengdar fréttir Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00 Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þetta ástand í Rússlandi ekki ósvipað og var hér á Íslandi í október 2008 og þetta hefur verið og verður áfram gríðarlega mikilvægur markaður fyrir okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Efnahagsástandið í Rússlandi hefur haft áhrif á útflutning Samherja á sjávarafurðum til landsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag þá hafa stórir fiskútflytjendur stöðvað útflutning sinn til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Fyrirtæki þar í landi skulda íslenskum útflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Samherji sendi að sögn Þorsteins flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum, sem er væntanlegt þangað í byrjun næstu viku. Spurður hvort hann sé vongóður um að fyrirtækið fái útistandandi skuldir greiddar, segir Þorsteinn: „Við erum, öll þessi fyrirtæki, í þessari stöðu og þetta er erfitt. En eins og ég segi þá erum við með flutningaskip sem kemur til Rússlands í næstu viku. Það er hins vegar minna magn en áætlanir gera ráð fyrir og þetta gengur allt hægar […] Aðstæður eru mjög erfiðar þarna, því er ekki að neita.“ Þorsteinn segir fyrirtækið eiga „töluvert“ af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað.
Tengdar fréttir Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00 Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00
Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00