Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nærri helmingur alls makríls er seldur til Rússlands. Vísir/óskar Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira