Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Fyrsta skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, kostaði sjö milljarða króna og er dýrasta skip Íslandssögunnar. Mynd/Hayvard Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes. Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45
Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15