Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 07:00 Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 14.09.2024 Halldór Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar Skoðun Að koma í heiminn, að fæðast með öllu því sem verður Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Hryðjuverkaríkið Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun „Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar Skoðun Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar Skoðun Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Mannréttindabarátta í fimmtíu ár Anna Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar Skoðun Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar Skoðun Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða.
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar