Um jólin og hamingjuna Edda Björk Þórðardóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun