Erlent

Carter líklegur arftaki Hagel

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ashton Carter
Ashton Carter vísir/afp
Ashton Carter er líklegur til að taka við af Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en Hagel sagði af sér fyrir rúmri viku. Skipunin hefur þó enn ekki verið staðfest.

Carter, sem er menntaður í eðlisfræði og miðaldasögu, var næstráðandi í Pentagon frá október 2011 til síðustu áramóta. Hann er ötull fræðimaður. Eftir hann liggja 11 bækur og yfir 100 greinar um eðlisfræði, tækni, þjóðaröryggi og stjórnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×