Yfirveðsett heimili í greiðsluerfiðleikum Ásta S. Helgadóttir skrifar 1. desember 2014 00:00 Í kjölfar mikillar umræðu um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar og áhrif hennar á yfirveðsett heimili, vill umboðsmaður skuldara vekja sérstaka athygli á úrræði greiðsluaðlögunar, sem lausn fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Úrræðið, sem er á ábyrgð umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum nr. 101/2010, felur í sér frjálsar samningaviðræður við kröfuhafa um skuldir, þar sem leitast er við að ná samningum um greiðsluaðlögun. Við lok greiðsluaðlögunar geta einstaklingar með yfirveðsettar eignir óskað eftir afmáningu veðréttinda hjá embætti sýslumanns. Um er að ræða lögbundið ferli, þar sem veðkröfur sem falla utan matsvirðis fasteignar eru fjarlægðar af veðbandayfirliti og hvíla því ekki lengur á fasteigninni. Einstaklingar þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til þess að sýslumaður samþykki beiðni um afmáningu. Afmáning ein og sér felur ekki í sér eftirgjöf á kröfum heldur missa kröfurnar veðréttindi í fasteigninni. Í samningum um greiðsluaðlögun er hins vegar almennt samið um hlutfallslega eða fulla eftirgjöf á þeim veðkröfum sem afmáðar verða, í samræmi við eftirgjöf á öðrum samningskröfum.Almennt góð niðurstaða Meðalfjárhæð afmáðra veðkrafna í þeim málum sem þegar hafa verið staðfest af hálfu sýslumanna er um 8,5 milljónir kr. Samið hefur verið um eftirgjöf á þessum kröfum í greiðsluaðlögunarsamningum og er meðaleftirgjöfin nú um 93%. Í þessu felst að yfirveðsettar eignir eru almennt færðar niður í um 100% veðsetningu í greiðsluaðlögun. Í rúmlega 70% mála hefur verið samið um 100% eftirgjöf á öllum samningskröfum einstaklinga sem og þeim kröfum sem sýslumaður afmáir af fasteign viðkomandi. Það er því ljóst að viðræður við kröfuhafa í greiðsluaðlögun skila almennt góðri niðurstöðu fyrir einstaklinga. Í dag eru komnir á um 2.600 samningar um greiðsluaðlögun. Umboðsmaður skuldara hvetur einstaklinga, sem eru í verulegum greiðsluerfiðleikum, til að kynna sér úrræðið, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embættisins: www.ums.is. Meðalfjárhæð afmáðra veðkrafna er um 8.500.000 kr. Meðaleftirgjöf á afmáðum veðkröfum er 93% 70% samninga um greiðsluaðlögun eru með 100% eftirgjöf af öllum afmáðum veðkröfum og samningskröfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í kjölfar mikillar umræðu um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar og áhrif hennar á yfirveðsett heimili, vill umboðsmaður skuldara vekja sérstaka athygli á úrræði greiðsluaðlögunar, sem lausn fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Úrræðið, sem er á ábyrgð umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum nr. 101/2010, felur í sér frjálsar samningaviðræður við kröfuhafa um skuldir, þar sem leitast er við að ná samningum um greiðsluaðlögun. Við lok greiðsluaðlögunar geta einstaklingar með yfirveðsettar eignir óskað eftir afmáningu veðréttinda hjá embætti sýslumanns. Um er að ræða lögbundið ferli, þar sem veðkröfur sem falla utan matsvirðis fasteignar eru fjarlægðar af veðbandayfirliti og hvíla því ekki lengur á fasteigninni. Einstaklingar þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til þess að sýslumaður samþykki beiðni um afmáningu. Afmáning ein og sér felur ekki í sér eftirgjöf á kröfum heldur missa kröfurnar veðréttindi í fasteigninni. Í samningum um greiðsluaðlögun er hins vegar almennt samið um hlutfallslega eða fulla eftirgjöf á þeim veðkröfum sem afmáðar verða, í samræmi við eftirgjöf á öðrum samningskröfum.Almennt góð niðurstaða Meðalfjárhæð afmáðra veðkrafna í þeim málum sem þegar hafa verið staðfest af hálfu sýslumanna er um 8,5 milljónir kr. Samið hefur verið um eftirgjöf á þessum kröfum í greiðsluaðlögunarsamningum og er meðaleftirgjöfin nú um 93%. Í þessu felst að yfirveðsettar eignir eru almennt færðar niður í um 100% veðsetningu í greiðsluaðlögun. Í rúmlega 70% mála hefur verið samið um 100% eftirgjöf á öllum samningskröfum einstaklinga sem og þeim kröfum sem sýslumaður afmáir af fasteign viðkomandi. Það er því ljóst að viðræður við kröfuhafa í greiðsluaðlögun skila almennt góðri niðurstöðu fyrir einstaklinga. Í dag eru komnir á um 2.600 samningar um greiðsluaðlögun. Umboðsmaður skuldara hvetur einstaklinga, sem eru í verulegum greiðsluerfiðleikum, til að kynna sér úrræðið, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embættisins: www.ums.is. Meðalfjárhæð afmáðra veðkrafna er um 8.500.000 kr. Meðaleftirgjöf á afmáðum veðkröfum er 93% 70% samninga um greiðsluaðlögun eru með 100% eftirgjöf af öllum afmáðum veðkröfum og samningskröfum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar