Mikil blessun fyrir mig að fá þetta tækifæri 13. ágúst 2014 22:01 Damon Johnson í leik með Keflavík. Mynd/Vísir „Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45