Sátt um viðsnúning eða læknaskort? Reynir Arngrímsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Áherslur heilsugæslu- og sjúkrahúslækna í yfirstandandi viðræðum við ríkið eru að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu heilbrigðskerfis sem er samkeppnishæft um bestu þekkingu og þjónustu í þágu almennings. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa tekið undir að átaks sé þörf til að tryggja viðunandi mönnun og sérþekkingu lækna. Læknaflóttinn skapar vaxandi erfiðleika. Hvort sem heldur er í heilsugæslu eða við sérhæfð læknisverk á Landspítalanum sem við höfum hingað til getað gengið að vísu. Læknar fagna yfirlýsingu ráðherranna um að byggja þurfi heilbrigðiskerfið upp á ný. Taka undir mikilvægi þess að þjóðarsátt náist um slík markmið. Störf lækna eru sá grundvöllur sem stoðir heilbrigðiskerfisins eru byggðar á. Sérhæfð lækningatæki eru aðeins verkfæri í höndum þeirra og verður ekki beitt án áralangrar þjálfunar og við bestu aðstæður. Íslenskir læknar hafa verið óþreytandi í að fylgjast með og bæta þjónustu á hverjum tíma. Afraksturinn er auðsýnilegur öllum sem vilja sjá og skoða lýðheilsutölur þjóðarinnar. Hvort sem er árangur í hjartalækningum, meðferð á vökudeild nýbura, fæðingarinngrip eða krabbameinsmeðferð. Þetta má þakka m.a. að hingað til hefur verið eðlilegt flæði í endurnýjun vel menntaðra sérfræðilækna sem flytja með sér nýjungar til landsins. Þjálfun sérfræðilækna tekur mörg ár að afloknu grunnnámi. Vinnuálag og starfsábyrgð er mikil. Nú bregður svo við að sérfræðilæknar eru hættir að fást til starfa á Íslandi. Viðunandi endurnýjun hefur dregist saman. Læknaskorts verður víða vart. Starfandi læknum á Íslandi hefur verið að fækka um einn á 10 daga fresti að meðaltali undanfarin misseri. Miklu ráða versnandi launakjör lækna í starfi hjá ríkinu. Á stofnunum þess fara fram erfiðustu læknisaðgerðirnar og þar er flóknasta meðferðin veitt. Þjónusta sem þjóðin treystir á þegar alvarleg veikindi ber að garði. Þar er ekkert svigrúm til undangjafar. Þetta er algjörlega óásættanleg þróun og verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Læknar hafa setið eftir um árabil þegar kemur að endurskoðun launaliða. Kjarasamningar þeirra hafa dregist aftur úr. Á árunum 2007 til 2013 varð þessi munur læknum óhagstæður um 20% til 40% saman borið við aðrar heilbrigðisstéttir. Þess vegna gripu læknar til verkfallsaðgerða sem þarf að leiða til lykta.Kerfið hefur klikkað Nú vantar krabbameinslækna, nýrnalækna og röntgenlækna á Landspítalann svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem eftir sitja í þessum sérgreinum við slíkar aðstæður kikna undan vinnuálagi fyrr eða síðar. Ekki fást heimilislæknar til starfa. Reynt er að ráða námslækna í stað fullmenntaðra sérfræðinga. Afleiðingar þessarar launastefnu eru að ekki fást læknar til að setjast að og starfa úti á landi. Hér skal aðeins tiltekið Norðvesturkjördæmi. Ekki er heilsugæslulæknir með fasta búsetu í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði og Tálknafirði, Hólmavík eða Blönduósi og Skagaströnd. Enginn sækir um lausar læknisstöður á Sauðárkróki og í Borgarnesi. Svona mætti fara hringinn í kringum um landið. Grunnþjónustuna vantar alltof víða. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Reynt er að breiða yfir vandann á landsbyggðinni með því að fá íhlaupamenn til skemmri tíma á verktakasamningum. Viku og viku í senn. Þegar læknar af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fara og þjóna landsbyggðinni skapast vandi á suðvesturhorninu. Biðtími þar eftir lækni lengist að sama skapi. Þannig bítur eitt í annars skott og vart verður hægt að tala um viðunandi þjónustustig. Kerfið hefur klikkað. Sjúklingasamtök og mörg stéttarfélög hafa sent samtökum lækna stuðningsyfirlýsingar við aðgerðir þeirra. Bregðast verður jákvætt við tillögum lækna á sjúkrastofnunum ríkisins um bætt kjör og aðgerðir til að tryggja almenningi aðgengi að sérfræðilæknum, þekkingu þeirra og meðferðarúrræðum í grunnþjónustu og á sjúkrahúsum. Án þess verður þjóðin að búa sig undir viðvarandi læknaskort og hrakandi þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Áherslur heilsugæslu- og sjúkrahúslækna í yfirstandandi viðræðum við ríkið eru að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu heilbrigðskerfis sem er samkeppnishæft um bestu þekkingu og þjónustu í þágu almennings. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa tekið undir að átaks sé þörf til að tryggja viðunandi mönnun og sérþekkingu lækna. Læknaflóttinn skapar vaxandi erfiðleika. Hvort sem heldur er í heilsugæslu eða við sérhæfð læknisverk á Landspítalanum sem við höfum hingað til getað gengið að vísu. Læknar fagna yfirlýsingu ráðherranna um að byggja þurfi heilbrigðiskerfið upp á ný. Taka undir mikilvægi þess að þjóðarsátt náist um slík markmið. Störf lækna eru sá grundvöllur sem stoðir heilbrigðiskerfisins eru byggðar á. Sérhæfð lækningatæki eru aðeins verkfæri í höndum þeirra og verður ekki beitt án áralangrar þjálfunar og við bestu aðstæður. Íslenskir læknar hafa verið óþreytandi í að fylgjast með og bæta þjónustu á hverjum tíma. Afraksturinn er auðsýnilegur öllum sem vilja sjá og skoða lýðheilsutölur þjóðarinnar. Hvort sem er árangur í hjartalækningum, meðferð á vökudeild nýbura, fæðingarinngrip eða krabbameinsmeðferð. Þetta má þakka m.a. að hingað til hefur verið eðlilegt flæði í endurnýjun vel menntaðra sérfræðilækna sem flytja með sér nýjungar til landsins. Þjálfun sérfræðilækna tekur mörg ár að afloknu grunnnámi. Vinnuálag og starfsábyrgð er mikil. Nú bregður svo við að sérfræðilæknar eru hættir að fást til starfa á Íslandi. Viðunandi endurnýjun hefur dregist saman. Læknaskorts verður víða vart. Starfandi læknum á Íslandi hefur verið að fækka um einn á 10 daga fresti að meðaltali undanfarin misseri. Miklu ráða versnandi launakjör lækna í starfi hjá ríkinu. Á stofnunum þess fara fram erfiðustu læknisaðgerðirnar og þar er flóknasta meðferðin veitt. Þjónusta sem þjóðin treystir á þegar alvarleg veikindi ber að garði. Þar er ekkert svigrúm til undangjafar. Þetta er algjörlega óásættanleg þróun og verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Læknar hafa setið eftir um árabil þegar kemur að endurskoðun launaliða. Kjarasamningar þeirra hafa dregist aftur úr. Á árunum 2007 til 2013 varð þessi munur læknum óhagstæður um 20% til 40% saman borið við aðrar heilbrigðisstéttir. Þess vegna gripu læknar til verkfallsaðgerða sem þarf að leiða til lykta.Kerfið hefur klikkað Nú vantar krabbameinslækna, nýrnalækna og röntgenlækna á Landspítalann svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem eftir sitja í þessum sérgreinum við slíkar aðstæður kikna undan vinnuálagi fyrr eða síðar. Ekki fást heimilislæknar til starfa. Reynt er að ráða námslækna í stað fullmenntaðra sérfræðinga. Afleiðingar þessarar launastefnu eru að ekki fást læknar til að setjast að og starfa úti á landi. Hér skal aðeins tiltekið Norðvesturkjördæmi. Ekki er heilsugæslulæknir með fasta búsetu í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði og Tálknafirði, Hólmavík eða Blönduósi og Skagaströnd. Enginn sækir um lausar læknisstöður á Sauðárkróki og í Borgarnesi. Svona mætti fara hringinn í kringum um landið. Grunnþjónustuna vantar alltof víða. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Reynt er að breiða yfir vandann á landsbyggðinni með því að fá íhlaupamenn til skemmri tíma á verktakasamningum. Viku og viku í senn. Þegar læknar af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fara og þjóna landsbyggðinni skapast vandi á suðvesturhorninu. Biðtími þar eftir lækni lengist að sama skapi. Þannig bítur eitt í annars skott og vart verður hægt að tala um viðunandi þjónustustig. Kerfið hefur klikkað. Sjúklingasamtök og mörg stéttarfélög hafa sent samtökum lækna stuðningsyfirlýsingar við aðgerðir þeirra. Bregðast verður jákvætt við tillögum lækna á sjúkrastofnunum ríkisins um bætt kjör og aðgerðir til að tryggja almenningi aðgengi að sérfræðilæknum, þekkingu þeirra og meðferðarúrræðum í grunnþjónustu og á sjúkrahúsum. Án þess verður þjóðin að búa sig undir viðvarandi læknaskort og hrakandi þjónustu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar