Sátt um viðsnúning eða læknaskort? Reynir Arngrímsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Áherslur heilsugæslu- og sjúkrahúslækna í yfirstandandi viðræðum við ríkið eru að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu heilbrigðskerfis sem er samkeppnishæft um bestu þekkingu og þjónustu í þágu almennings. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa tekið undir að átaks sé þörf til að tryggja viðunandi mönnun og sérþekkingu lækna. Læknaflóttinn skapar vaxandi erfiðleika. Hvort sem heldur er í heilsugæslu eða við sérhæfð læknisverk á Landspítalanum sem við höfum hingað til getað gengið að vísu. Læknar fagna yfirlýsingu ráðherranna um að byggja þurfi heilbrigðiskerfið upp á ný. Taka undir mikilvægi þess að þjóðarsátt náist um slík markmið. Störf lækna eru sá grundvöllur sem stoðir heilbrigðiskerfisins eru byggðar á. Sérhæfð lækningatæki eru aðeins verkfæri í höndum þeirra og verður ekki beitt án áralangrar þjálfunar og við bestu aðstæður. Íslenskir læknar hafa verið óþreytandi í að fylgjast með og bæta þjónustu á hverjum tíma. Afraksturinn er auðsýnilegur öllum sem vilja sjá og skoða lýðheilsutölur þjóðarinnar. Hvort sem er árangur í hjartalækningum, meðferð á vökudeild nýbura, fæðingarinngrip eða krabbameinsmeðferð. Þetta má þakka m.a. að hingað til hefur verið eðlilegt flæði í endurnýjun vel menntaðra sérfræðilækna sem flytja með sér nýjungar til landsins. Þjálfun sérfræðilækna tekur mörg ár að afloknu grunnnámi. Vinnuálag og starfsábyrgð er mikil. Nú bregður svo við að sérfræðilæknar eru hættir að fást til starfa á Íslandi. Viðunandi endurnýjun hefur dregist saman. Læknaskorts verður víða vart. Starfandi læknum á Íslandi hefur verið að fækka um einn á 10 daga fresti að meðaltali undanfarin misseri. Miklu ráða versnandi launakjör lækna í starfi hjá ríkinu. Á stofnunum þess fara fram erfiðustu læknisaðgerðirnar og þar er flóknasta meðferðin veitt. Þjónusta sem þjóðin treystir á þegar alvarleg veikindi ber að garði. Þar er ekkert svigrúm til undangjafar. Þetta er algjörlega óásættanleg þróun og verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Læknar hafa setið eftir um árabil þegar kemur að endurskoðun launaliða. Kjarasamningar þeirra hafa dregist aftur úr. Á árunum 2007 til 2013 varð þessi munur læknum óhagstæður um 20% til 40% saman borið við aðrar heilbrigðisstéttir. Þess vegna gripu læknar til verkfallsaðgerða sem þarf að leiða til lykta.Kerfið hefur klikkað Nú vantar krabbameinslækna, nýrnalækna og röntgenlækna á Landspítalann svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem eftir sitja í þessum sérgreinum við slíkar aðstæður kikna undan vinnuálagi fyrr eða síðar. Ekki fást heimilislæknar til starfa. Reynt er að ráða námslækna í stað fullmenntaðra sérfræðinga. Afleiðingar þessarar launastefnu eru að ekki fást læknar til að setjast að og starfa úti á landi. Hér skal aðeins tiltekið Norðvesturkjördæmi. Ekki er heilsugæslulæknir með fasta búsetu í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði og Tálknafirði, Hólmavík eða Blönduósi og Skagaströnd. Enginn sækir um lausar læknisstöður á Sauðárkróki og í Borgarnesi. Svona mætti fara hringinn í kringum um landið. Grunnþjónustuna vantar alltof víða. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Reynt er að breiða yfir vandann á landsbyggðinni með því að fá íhlaupamenn til skemmri tíma á verktakasamningum. Viku og viku í senn. Þegar læknar af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fara og þjóna landsbyggðinni skapast vandi á suðvesturhorninu. Biðtími þar eftir lækni lengist að sama skapi. Þannig bítur eitt í annars skott og vart verður hægt að tala um viðunandi þjónustustig. Kerfið hefur klikkað. Sjúklingasamtök og mörg stéttarfélög hafa sent samtökum lækna stuðningsyfirlýsingar við aðgerðir þeirra. Bregðast verður jákvætt við tillögum lækna á sjúkrastofnunum ríkisins um bætt kjör og aðgerðir til að tryggja almenningi aðgengi að sérfræðilæknum, þekkingu þeirra og meðferðarúrræðum í grunnþjónustu og á sjúkrahúsum. Án þess verður þjóðin að búa sig undir viðvarandi læknaskort og hrakandi þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Áherslur heilsugæslu- og sjúkrahúslækna í yfirstandandi viðræðum við ríkið eru að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu heilbrigðskerfis sem er samkeppnishæft um bestu þekkingu og þjónustu í þágu almennings. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa tekið undir að átaks sé þörf til að tryggja viðunandi mönnun og sérþekkingu lækna. Læknaflóttinn skapar vaxandi erfiðleika. Hvort sem heldur er í heilsugæslu eða við sérhæfð læknisverk á Landspítalanum sem við höfum hingað til getað gengið að vísu. Læknar fagna yfirlýsingu ráðherranna um að byggja þurfi heilbrigðiskerfið upp á ný. Taka undir mikilvægi þess að þjóðarsátt náist um slík markmið. Störf lækna eru sá grundvöllur sem stoðir heilbrigðiskerfisins eru byggðar á. Sérhæfð lækningatæki eru aðeins verkfæri í höndum þeirra og verður ekki beitt án áralangrar þjálfunar og við bestu aðstæður. Íslenskir læknar hafa verið óþreytandi í að fylgjast með og bæta þjónustu á hverjum tíma. Afraksturinn er auðsýnilegur öllum sem vilja sjá og skoða lýðheilsutölur þjóðarinnar. Hvort sem er árangur í hjartalækningum, meðferð á vökudeild nýbura, fæðingarinngrip eða krabbameinsmeðferð. Þetta má þakka m.a. að hingað til hefur verið eðlilegt flæði í endurnýjun vel menntaðra sérfræðilækna sem flytja með sér nýjungar til landsins. Þjálfun sérfræðilækna tekur mörg ár að afloknu grunnnámi. Vinnuálag og starfsábyrgð er mikil. Nú bregður svo við að sérfræðilæknar eru hættir að fást til starfa á Íslandi. Viðunandi endurnýjun hefur dregist saman. Læknaskorts verður víða vart. Starfandi læknum á Íslandi hefur verið að fækka um einn á 10 daga fresti að meðaltali undanfarin misseri. Miklu ráða versnandi launakjör lækna í starfi hjá ríkinu. Á stofnunum þess fara fram erfiðustu læknisaðgerðirnar og þar er flóknasta meðferðin veitt. Þjónusta sem þjóðin treystir á þegar alvarleg veikindi ber að garði. Þar er ekkert svigrúm til undangjafar. Þetta er algjörlega óásættanleg þróun og verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Læknar hafa setið eftir um árabil þegar kemur að endurskoðun launaliða. Kjarasamningar þeirra hafa dregist aftur úr. Á árunum 2007 til 2013 varð þessi munur læknum óhagstæður um 20% til 40% saman borið við aðrar heilbrigðisstéttir. Þess vegna gripu læknar til verkfallsaðgerða sem þarf að leiða til lykta.Kerfið hefur klikkað Nú vantar krabbameinslækna, nýrnalækna og röntgenlækna á Landspítalann svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem eftir sitja í þessum sérgreinum við slíkar aðstæður kikna undan vinnuálagi fyrr eða síðar. Ekki fást heimilislæknar til starfa. Reynt er að ráða námslækna í stað fullmenntaðra sérfræðinga. Afleiðingar þessarar launastefnu eru að ekki fást læknar til að setjast að og starfa úti á landi. Hér skal aðeins tiltekið Norðvesturkjördæmi. Ekki er heilsugæslulæknir með fasta búsetu í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði og Tálknafirði, Hólmavík eða Blönduósi og Skagaströnd. Enginn sækir um lausar læknisstöður á Sauðárkróki og í Borgarnesi. Svona mætti fara hringinn í kringum um landið. Grunnþjónustuna vantar alltof víða. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Reynt er að breiða yfir vandann á landsbyggðinni með því að fá íhlaupamenn til skemmri tíma á verktakasamningum. Viku og viku í senn. Þegar læknar af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fara og þjóna landsbyggðinni skapast vandi á suðvesturhorninu. Biðtími þar eftir lækni lengist að sama skapi. Þannig bítur eitt í annars skott og vart verður hægt að tala um viðunandi þjónustustig. Kerfið hefur klikkað. Sjúklingasamtök og mörg stéttarfélög hafa sent samtökum lækna stuðningsyfirlýsingar við aðgerðir þeirra. Bregðast verður jákvætt við tillögum lækna á sjúkrastofnunum ríkisins um bætt kjör og aðgerðir til að tryggja almenningi aðgengi að sérfræðilæknum, þekkingu þeirra og meðferðarúrræðum í grunnþjónustu og á sjúkrahúsum. Án þess verður þjóðin að búa sig undir viðvarandi læknaskort og hrakandi þjónustu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun