5 góð rök gegn náttúrupassa! Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 24. nóvember 2014 10:00 Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun