Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur vill fara til Katar út af ÓL 2016. Vísir/Pjetur „Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag. Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
„Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag.
Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14
Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00
Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30
Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35