Eru stofnanasamningar úrelt tæki? Bragi Skúlason og Halldór K. Valdimarsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Undir lok síðustu aldar hófust tilraunir til þess að laga launakerfi ríkisins, sem þá var úr sér gengið og svaraði ekki kröfum samtíðar. Markmiðin voru nokkur. Ríkið vildi ná fram dreifistýringu launaákvarðana út í stofnanir. Ríkisstarfsmenn vildu raunlaunakerfi sem gæfi möguleika til einstaklingsbundinnar kjaraþróunar. Helsta tæki okkar á þessari vegferð, stofnanasamningarnir, hafa hins vegar snúist upp í andhverfu sína og halda algerlega aftur af allri kjaraþróun. Hafa jafnvel skapað umhverfi sem ber meiri keim af fornu lénsskipulagi en nútíma stjórnunarháttum. Því miður hefur reynslan kennt okkur að stofnanasamningar færðu forstöðumönnum stofnana vald sem er of mörgum þeirra ofviða til þess að þeir sem hópur geti talist valda því. Margir þeirra virðast sjá þá sem vettvang fyrir eigin geðþótta og þeir komast upp með það vegna friðarskyldunnar sem hvílir á launþegum. Að auki virðist það nokkuð útbreiddur misskilningur meðal forstöðumanna að tilgangur stofnanasamninga sé að gera starfsmenn ábyrga fyrir rekstri stofnunar. Í raun hefur ríkisvaldið brugðist í öllu sem tengist stofnanasamningum sem stjórntæki. Hvort það er vegna vanþekkingar, kjarkleysis, eða einfaldlega hugmyndaleysis, skal ósagt látið. Niðurstaðan er hin sama. Ef til vill er orðið tímabært að viðurkenna að stofnanasamningatilraunin hefur runnið sitt skeið og stóð ekki undir væntingum. Þótt árangur hafi náðst framan af þessu tímabili hefur þróun mála frá hausti 2008 fært okkur með óyggjandi hætti heim sanninn um að stofnanasamningar eru ekki nothæf leið til launaákvarðana meðan þeir fara fram undir óskilyrtri friðarskyldu. Í miðlægum kjarasamningum ríkisins við aðildarfélög BHM er ekki fjallað um launasetningu nema með skilgreiningu launatöflu. Því er í miðlægum kjarasamningi einungis kveðið á um að lægstu laun háskólamenntaðs sérfræðings hjá ríkinu skuli vera kr. 269.455 á mánuði fyrir fullt starf. Flestir starfsmenn ríkisins búa því við það í dag að ákvarðanir um kjör þeirra, aðrar en þessi lágmarkstala, eru teknar án þess að þeir hafi neina leið til að koma sínum markmiðum áleiðis. Friðarskyldan hefur tekið af þeim öll tæki og tól.Jafnræðislausar aðstæður Niðurstöður sameiginlegrar skoðunar aðila vinnumarkaðarins sýna glöggt að kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa dregist svo aftur úr að ekki verður við unað. Framganga ríkisvaldsins undanfarin ár og tilraunir þess til að koma samningaábyrgð sinni yfir á Samtök atvinnulífsins eru skýrustu merki þess að leiðrétting á þessari þróun næst varla meðan allar raunverulegar ákvarðanir um launakjör eru teknar við svo jafnræðislausar aðstæður. Kjósi ríkisvaldið að afsala sér samningsumboði sínu á þennan veg er það hins vegar að feta sig út á braut sem þarf að skoða mjög vandlega áður en lagt er af stað. Með því að taka upp niðurstöður samninga annarra aðila, í þessu tilviki ASÍ og SA, og breyta samskiptum sínum við stéttarfélög ríkisstarfsmanna í einfalda stimplunarathöfn, er ríkisvaldið í raun að svipta þau stéttarfélög sem því ber að semja við sínum samningsrétti. Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta er ekki brot á bæði lögunum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og félagssáttmála Evrópu. Sú hrörnun launakjara háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins sem sýnt hefur verið fram á er vandamál sem varðar ekki einungis stöðu afmarkaðs hóps heldur í raun framtíð okkar allra. Þetta fjallar nefnilega ekki aðeins um að gera ríkið samkeppnisfært á vinnumarkaði innanlands, heldur jafnframt um að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Þessi samkeppnisfærni er það eina sem getur lyft okkur upp úr stöðu þróunarríkis. Fáist aðilar ekki til sameiginlegrar leitar að lausnum er ljóst að ríkisstarfsmenn geta ekki búið við kjarasamninga þar sem meginhluti launaþróunar fer fram með einhliða ákvörðunum launagreiðanda undir friðarskyldu sem kemur algerlega í veg fyrir að launafólk geti lagt eðlilega áherslu á kröfur sínar. Við slíkt sjálfdæmi launagreiðandans verður einfaldlega ekki unað til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðustu aldar hófust tilraunir til þess að laga launakerfi ríkisins, sem þá var úr sér gengið og svaraði ekki kröfum samtíðar. Markmiðin voru nokkur. Ríkið vildi ná fram dreifistýringu launaákvarðana út í stofnanir. Ríkisstarfsmenn vildu raunlaunakerfi sem gæfi möguleika til einstaklingsbundinnar kjaraþróunar. Helsta tæki okkar á þessari vegferð, stofnanasamningarnir, hafa hins vegar snúist upp í andhverfu sína og halda algerlega aftur af allri kjaraþróun. Hafa jafnvel skapað umhverfi sem ber meiri keim af fornu lénsskipulagi en nútíma stjórnunarháttum. Því miður hefur reynslan kennt okkur að stofnanasamningar færðu forstöðumönnum stofnana vald sem er of mörgum þeirra ofviða til þess að þeir sem hópur geti talist valda því. Margir þeirra virðast sjá þá sem vettvang fyrir eigin geðþótta og þeir komast upp með það vegna friðarskyldunnar sem hvílir á launþegum. Að auki virðist það nokkuð útbreiddur misskilningur meðal forstöðumanna að tilgangur stofnanasamninga sé að gera starfsmenn ábyrga fyrir rekstri stofnunar. Í raun hefur ríkisvaldið brugðist í öllu sem tengist stofnanasamningum sem stjórntæki. Hvort það er vegna vanþekkingar, kjarkleysis, eða einfaldlega hugmyndaleysis, skal ósagt látið. Niðurstaðan er hin sama. Ef til vill er orðið tímabært að viðurkenna að stofnanasamningatilraunin hefur runnið sitt skeið og stóð ekki undir væntingum. Þótt árangur hafi náðst framan af þessu tímabili hefur þróun mála frá hausti 2008 fært okkur með óyggjandi hætti heim sanninn um að stofnanasamningar eru ekki nothæf leið til launaákvarðana meðan þeir fara fram undir óskilyrtri friðarskyldu. Í miðlægum kjarasamningum ríkisins við aðildarfélög BHM er ekki fjallað um launasetningu nema með skilgreiningu launatöflu. Því er í miðlægum kjarasamningi einungis kveðið á um að lægstu laun háskólamenntaðs sérfræðings hjá ríkinu skuli vera kr. 269.455 á mánuði fyrir fullt starf. Flestir starfsmenn ríkisins búa því við það í dag að ákvarðanir um kjör þeirra, aðrar en þessi lágmarkstala, eru teknar án þess að þeir hafi neina leið til að koma sínum markmiðum áleiðis. Friðarskyldan hefur tekið af þeim öll tæki og tól.Jafnræðislausar aðstæður Niðurstöður sameiginlegrar skoðunar aðila vinnumarkaðarins sýna glöggt að kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa dregist svo aftur úr að ekki verður við unað. Framganga ríkisvaldsins undanfarin ár og tilraunir þess til að koma samningaábyrgð sinni yfir á Samtök atvinnulífsins eru skýrustu merki þess að leiðrétting á þessari þróun næst varla meðan allar raunverulegar ákvarðanir um launakjör eru teknar við svo jafnræðislausar aðstæður. Kjósi ríkisvaldið að afsala sér samningsumboði sínu á þennan veg er það hins vegar að feta sig út á braut sem þarf að skoða mjög vandlega áður en lagt er af stað. Með því að taka upp niðurstöður samninga annarra aðila, í þessu tilviki ASÍ og SA, og breyta samskiptum sínum við stéttarfélög ríkisstarfsmanna í einfalda stimplunarathöfn, er ríkisvaldið í raun að svipta þau stéttarfélög sem því ber að semja við sínum samningsrétti. Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta er ekki brot á bæði lögunum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og félagssáttmála Evrópu. Sú hrörnun launakjara háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins sem sýnt hefur verið fram á er vandamál sem varðar ekki einungis stöðu afmarkaðs hóps heldur í raun framtíð okkar allra. Þetta fjallar nefnilega ekki aðeins um að gera ríkið samkeppnisfært á vinnumarkaði innanlands, heldur jafnframt um að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Þessi samkeppnisfærni er það eina sem getur lyft okkur upp úr stöðu þróunarríkis. Fáist aðilar ekki til sameiginlegrar leitar að lausnum er ljóst að ríkisstarfsmenn geta ekki búið við kjarasamninga þar sem meginhluti launaþróunar fer fram með einhliða ákvörðunum launagreiðanda undir friðarskyldu sem kemur algerlega í veg fyrir að launafólk geti lagt eðlilega áherslu á kröfur sínar. Við slíkt sjálfdæmi launagreiðandans verður einfaldlega ekki unað til langframa.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun