Búðargluggi dagsins Hulda Bjarnadóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun