Búðargluggi dagsins Hulda Bjarnadóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Innlend verslun og þjónusta er að takast á við miklar breytingar og stórar áskoranir enda er kauphegðun fólks að breytast með afgerandi hætti með tilkomu netsins og auk þess hefur stóraukin flugumferð valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum.Netverslun ekki gefinn fengurLandamæri viðskiptanna verða óskýr fyrir framan tölvuskjáinn og oftast skiptir það kaupandann litlu máli hvort hann er að versla við aðila í Bandaríkjunum eða Þýskalandi, svo lengi sem upplýsingar eru aðgengilegar, varan nokkuð augljós og greiðslumiðlunin þekkt. En ef marka má samræður fólks og færslur á samfélagsmiðlum þá er býsna algengt að fólk gefi sér að verslun á netinu sé ávallt hagstæðari en verslun hér heima. En það er ekki alltaf reyndin. Um daginn hitti ég konu sem var tilbúin að deila með mér verðsamanburði sem hún gerði á kaupum á barnadóti. Nákvæmlega sömu vöru úr Toys R US hér á landi, af netsíðunni Amazon UK og hins vegar hollenskri kaupsíðu sem heitir Amsterdamshop.nl. Hér heima kostaði þetta dót 3.499 kr. út úr búð, en sama vara á Amazon UK kostaði 3.075 kr. miðað við að fá fría heimsendingu og nálgast vöruna í UK. Í netversluninni Amsterdamshop.nl var sama vara með sendingarkostnaði til Íslands á 3.860 kr. Verum sanngjörn í samanburðinum og berum saman epli og epli áður en við erum stórorð.Fríhafnarverslun skekkir myndina Og það kreppir að innlendum smásölum víða. Nú er spurning hvort ríkið vilji halda fast í markaðshlutdeild sína í innfluttum vörum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Ríkið er í dag með 65% markaðshlutdeild í sælgæti, 68% í snyrtivörum og 91% í áfengi og tóbaki og allt að 38% munur getur verið á vöruverði hjá Fríhöfninni og öðrum smásölum í landinu líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á undanfarna daga. Við virðumst eftirbátar í þróun slíkrar verslunar því fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum þar sem stóraukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa skapað sífellt umfangsmeiri samkeppni gagnvart innlendri verslun í viðkomandi ríkjum. Það gefur augaleið að komufarþegar sem kaupa skattfrjálsan varning við komu sína til landsins munu ekki kaupa sömu vöru innanlands með opinberum gjöldum og álögum. Því hefur fríverslunin sem slík verið að þróast í að standa eingöngu brottfarafarþegum til boða. Það yrði framfaraskref fyrir innlenda smávöruverslun því að skökk samkeppni er líka skrítin samkeppni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar