Opið bréf til Alþingis Garðar Baldvinsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Alþingi hefur nú til meðferðar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015. Skv. kynningu ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að afnema skerðingar þær sem lögbundnar voru árið 2009 á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins hjá öryrkjum og öldruðum. Þær skerðingar voru sagðar króna fyrir krónu af lífeyri frá TR vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum til þessara hópa, að u.þ.b. kr. 70.000. Skerðing þessi var eins konar lán eða framlag öryrkja og eldri borgara til samfélagsins sem eðlilegt er að verði afnumið. 1. janúar sl. var hluti skerðingarinnar endurgreiddur frá sama tíma, þó aðeins þannig t.d. að manneskja, sem fékk 60.000 kr. frá lífeyrissjóði f. skatt og var lífeyrir frá TR skertur sem því nam, fékk aðeins 8.500 kr. eftir skatt (um 13.000 f. skatt), þ.e. aðeins liðlega 20% skerðingarinnar hafa verið afnumin. Fjármálaráðherra gerir hins vegar tillögu um að koma til móts við öryrkja með því að halda áfram núverandi frítekjumarki, sem er um 1.390.000 kr. á ári. Af þessu tilefni er rétt að nefna eftirfarandi tölur sem fengnar eru frá TR og eru nýjastar frá 2012.Skerðing hjá öllum Öryrkjar sem þiggja greiðslur frá TR eru samtals 16.483. Um leið þiggja 16.503 greiðslur frá lífeyrissjóði (20 fleiri en þiggja greiðslur frá TR). 4.999 fá frá lífeyrissjóði meira en nemur 70.000 kr. f. skatt, sem þýðir að 11.504 þiggja greiðslur frá lífeyrissjóði sem nema á bilinu 1 til 70.000 kr. Þetta þýðir með öðrum orðum að allir öryrkjar búa við skerðingu á sínum greiðslum frá TR og hlutfallslega mest þeir sem minnst mega sín. Af 16.483 öryrkjum sem þiggja greiðslur frá TR hafa 3.858 hins vegar einhverjar atvinnutekjur, 2.304 hafa meiri atvinnutekjur en nemur frítekjumarkinu. Sem sé, 1.554 lífeyrisþegar hafa atvinnutekjur undir markinu. Af þessum tveimur hópum, öryrkjum sem hafa atvinnutekjur annars vegar og hins vegar öryrkjar sem hafa greiðslur frá lífeyrissjóði, er seinni hópurinn miklu fjölmennari. Því kæmi afnám skerðingar frá 2009 til bóta fyrir miklu fleiri öryrkja (16.483) en viðhald frítekjumarksins (1.554). Vil ég því leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að endurskoða þennan þátt fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að öryrkjum og afnema frekar skerðinguna frá 2009, hvort sem er að öllu eða verulegu leyti. Tekjur til þessa verkefnis gætu fengist með auknu veiðigjaldi og/eða því að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki t.d. í áliðnaði flytji afrakstur starfsemi sinnar úr landi með útflutningi vaxta og skulda, svo ekki sé minnst á aflandsfélög þau sem virðast skv. nýjustu gögnum hafa komist undan skattgreiðslum svo milljörðum skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015. Skv. kynningu ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að afnema skerðingar þær sem lögbundnar voru árið 2009 á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins hjá öryrkjum og öldruðum. Þær skerðingar voru sagðar króna fyrir krónu af lífeyri frá TR vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum til þessara hópa, að u.þ.b. kr. 70.000. Skerðing þessi var eins konar lán eða framlag öryrkja og eldri borgara til samfélagsins sem eðlilegt er að verði afnumið. 1. janúar sl. var hluti skerðingarinnar endurgreiddur frá sama tíma, þó aðeins þannig t.d. að manneskja, sem fékk 60.000 kr. frá lífeyrissjóði f. skatt og var lífeyrir frá TR skertur sem því nam, fékk aðeins 8.500 kr. eftir skatt (um 13.000 f. skatt), þ.e. aðeins liðlega 20% skerðingarinnar hafa verið afnumin. Fjármálaráðherra gerir hins vegar tillögu um að koma til móts við öryrkja með því að halda áfram núverandi frítekjumarki, sem er um 1.390.000 kr. á ári. Af þessu tilefni er rétt að nefna eftirfarandi tölur sem fengnar eru frá TR og eru nýjastar frá 2012.Skerðing hjá öllum Öryrkjar sem þiggja greiðslur frá TR eru samtals 16.483. Um leið þiggja 16.503 greiðslur frá lífeyrissjóði (20 fleiri en þiggja greiðslur frá TR). 4.999 fá frá lífeyrissjóði meira en nemur 70.000 kr. f. skatt, sem þýðir að 11.504 þiggja greiðslur frá lífeyrissjóði sem nema á bilinu 1 til 70.000 kr. Þetta þýðir með öðrum orðum að allir öryrkjar búa við skerðingu á sínum greiðslum frá TR og hlutfallslega mest þeir sem minnst mega sín. Af 16.483 öryrkjum sem þiggja greiðslur frá TR hafa 3.858 hins vegar einhverjar atvinnutekjur, 2.304 hafa meiri atvinnutekjur en nemur frítekjumarkinu. Sem sé, 1.554 lífeyrisþegar hafa atvinnutekjur undir markinu. Af þessum tveimur hópum, öryrkjum sem hafa atvinnutekjur annars vegar og hins vegar öryrkjar sem hafa greiðslur frá lífeyrissjóði, er seinni hópurinn miklu fjölmennari. Því kæmi afnám skerðingar frá 2009 til bóta fyrir miklu fleiri öryrkja (16.483) en viðhald frítekjumarksins (1.554). Vil ég því leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að endurskoða þennan þátt fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að öryrkjum og afnema frekar skerðinguna frá 2009, hvort sem er að öllu eða verulegu leyti. Tekjur til þessa verkefnis gætu fengist með auknu veiðigjaldi og/eða því að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki t.d. í áliðnaði flytji afrakstur starfsemi sinnar úr landi með útflutningi vaxta og skulda, svo ekki sé minnst á aflandsfélög þau sem virðast skv. nýjustu gögnum hafa komist undan skattgreiðslum svo milljörðum skiptir.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar