Gagnrýni

Hvítklæddir og dansvænir

Freyr Bjarnason skrifar
Meðlimir sveitarinnar Caribou voru ekki mjög litríkir á sviðinu.
Meðlimir sveitarinnar Caribou voru ekki mjög litríkir á sviðinu. Fréttablaðið/Andri Marinó
Caribou

Listasafn Reykjavíkur laugardagskvöld

Iceland Airwaves



Bandaríski stærðfræðidoktorinn Dan Snaith er maðurinn á bak við hljómsveitina Caribou, sem hefur komið áður hingað til lands.

Snaith mætti á sviðið með þremur samstarfsmönnum sínum og voru þeir allir hvítklæddir. Hljóðfærum þeirra hafði verið stillt upp nánast í hring og á bak við þá var búið að koma upp blikkandi ljósum.

Caribou náði upp fínni stemningu í Hafnarhúsinu og reyndi fólk hvað það gat til að dansa í mannmergðinni, enda tónlistin dansvæn með lifandi undirleik sem gætti hana auknu lífi.

Tónlistin heillaði mann reyndar ekki upp úr skónum en hentaði samt vel seint á laugardagskvöldi með tilheyrandi ljósasýningu.

Niðurstaða: Caribou náði upp góðri stemningu í Hafnarhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×