Aðför ríkisstjórnar að öryrkjum og eldri borgurum Ólafur Ólafsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Í nýju fjármálafrumvarpi er vegið að lágtekjufólki eins og öryrkjum og eldri borgurum. Nokkur dæmi skulu nefnd hér:1 Eigin kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er það hæsta sem þekkist miðað við nágrannalönd (Health at Glance, OECD 2013). Nefna má sérstaklega göngudeildarmeðferð vegna krabbameins og lyfjameðferð með S-merktum lyfjum sem dýru verði eru keypt. Þess skal getið að krabbameinslyf á Norðurlöndum, Bretlandi og allflestum Mið-Evrópulöndum eru yfirleitt ókeypis eða að mestu öll niðurgreidd. Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisaukaþrepi, en í flestum Evrópulöndum eru lyfin oftast án virðisaukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi.2 Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi hækkar virðisaukaskattur á matvæli úr 7% í 12%. Láglaunafólk sem hér um ræðir greiða hlutfallslega meira af ráðstöfunartekjum í matarkaup en aðrir. Þetta eru staðreyndir frá Hagstofu Íslands sem lítt reikningsglöggir aðilar hafa dregið í efa! Fram hefur komið að fjármálaráðuneytið hefur lækkað kostnaðartölur Hagstofunnar um 30% við þessari umræðu (fulltrúi RÚV í okt. 2014). Á móti vonast ríkisstjórnin m.a. til þess að afnám sykursskatts dragi úr verðhækkunum. Er verið að boða óhollustu? Enn fremur er gefið í skyn að láglaunaþegar, m.a. eldri borgarar, muni hefja stórinnkaup á raftækjum s.s. heimilisvélum og flatskjáum!3 Niðurskurður til starfsendurhæfingar og stytting bótatímabils er aðför að m.a. öryrkjum.4 Leiðrétting á ellilífeyrisgreiðslum sem var helsta kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna 2013 virðist gleymd. Ellilaun eiga að taka mið af lægstu launum. Bætur ellilífeyrisþega hækkuðu um 3,5% um áramótin 2014 en lægstu laun um 5%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri hækkun 2015 en lægstu laun munu að öllum líkindum hækka um 5%. Því er beinlínis rangt greint frá í grein fjármálaráðherra þann 3 október í Fréttablaðinu þar sem því er haldið fram að hækkun ellilauna sé í takt við kaupmáttaraukninguna.5 Hafinn er undirbúningur að því að auðvelda sjúklingum að leita aðstoðar á erlendum sjúkrahúsum ef biðtímar eftir aðgerðum lengjast um of. Slíkar tillögur hafa oft komið fram en langt er síðan þeim var fleygt út af borðum heilbrigðisyfirvalda. Ástæðan var mun dýrara vistunargjald á erlendum sjúkrahúsum en hér á landi. Mun hagstæðara er að draga úr biðtíma hér á landi eftir aðgerðum. Fyrrnefnd tillaga er því ekki skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýju fjármálafrumvarpi er vegið að lágtekjufólki eins og öryrkjum og eldri borgurum. Nokkur dæmi skulu nefnd hér:1 Eigin kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er það hæsta sem þekkist miðað við nágrannalönd (Health at Glance, OECD 2013). Nefna má sérstaklega göngudeildarmeðferð vegna krabbameins og lyfjameðferð með S-merktum lyfjum sem dýru verði eru keypt. Þess skal getið að krabbameinslyf á Norðurlöndum, Bretlandi og allflestum Mið-Evrópulöndum eru yfirleitt ókeypis eða að mestu öll niðurgreidd. Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisaukaþrepi, en í flestum Evrópulöndum eru lyfin oftast án virðisaukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi.2 Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi hækkar virðisaukaskattur á matvæli úr 7% í 12%. Láglaunafólk sem hér um ræðir greiða hlutfallslega meira af ráðstöfunartekjum í matarkaup en aðrir. Þetta eru staðreyndir frá Hagstofu Íslands sem lítt reikningsglöggir aðilar hafa dregið í efa! Fram hefur komið að fjármálaráðuneytið hefur lækkað kostnaðartölur Hagstofunnar um 30% við þessari umræðu (fulltrúi RÚV í okt. 2014). Á móti vonast ríkisstjórnin m.a. til þess að afnám sykursskatts dragi úr verðhækkunum. Er verið að boða óhollustu? Enn fremur er gefið í skyn að láglaunaþegar, m.a. eldri borgarar, muni hefja stórinnkaup á raftækjum s.s. heimilisvélum og flatskjáum!3 Niðurskurður til starfsendurhæfingar og stytting bótatímabils er aðför að m.a. öryrkjum.4 Leiðrétting á ellilífeyrisgreiðslum sem var helsta kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna 2013 virðist gleymd. Ellilaun eiga að taka mið af lægstu launum. Bætur ellilífeyrisþega hækkuðu um 3,5% um áramótin 2014 en lægstu laun um 5%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri hækkun 2015 en lægstu laun munu að öllum líkindum hækka um 5%. Því er beinlínis rangt greint frá í grein fjármálaráðherra þann 3 október í Fréttablaðinu þar sem því er haldið fram að hækkun ellilauna sé í takt við kaupmáttaraukninguna.5 Hafinn er undirbúningur að því að auðvelda sjúklingum að leita aðstoðar á erlendum sjúkrahúsum ef biðtímar eftir aðgerðum lengjast um of. Slíkar tillögur hafa oft komið fram en langt er síðan þeim var fleygt út af borðum heilbrigðisyfirvalda. Ástæðan var mun dýrara vistunargjald á erlendum sjúkrahúsum en hér á landi. Mun hagstæðara er að draga úr biðtíma hér á landi eftir aðgerðum. Fyrrnefnd tillaga er því ekki skynsamleg.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar