Stefnir í spennandi vetur í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:00 Öflug Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir sterku liði Keflavíkur í vetur. Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn