Innlent

Kvenfangar í óvissu

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Hugsanlega verður fangelsinu í Kópavogi lokað fyrr en áætlað var.
Hugsanlega verður fangelsinu í Kópavogi lokað fyrr en áætlað var.
FangelsismálKvennafangelsinu í Kópavogi verður væntanlega lokað næsta sumar en áætlað er að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu áramót. Þar verður sérstök kvennadeild. Þá verður í nokkra mánuði ekkert eiginlegt kvennafangelsi. „Það er niðurskurðarkrafa á okkur í ár eins og fyrri ár og við erum að velta því fyrir okkur hvernig við eigum að takast á við það. Einn möguleikinn er að loka fangelsinu í Kópavogi fyrr,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Áætlað er að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu áramót og getur því skapast sú staða að ekkert eiginlegt fangelsi fyrir konur verði um nokkurra mánaða skeið. Páll segir það ekki koma að sök þar sem kvenfangar séu nú í miklum minnihluta í fangelsinu. Einungis ein kona afplánar núna en samtals afplána nú þrír kvenfangar dóm í íslenskum fangelsum auk þess sem nokkrar eru á Vernd. Tvær afplána á Kvíabryggju.

fangelsismálastjóri Páll Winkel segir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu áramót.
Páll segir það hafa gengið vel að hafa kven- og karlfanga saman og engin meiriháttar vandamál komið upp. „Það hefur gengið merkilega vel. Starfsfólk hefur tekið þessu með opnum huga og er mjög vakandi fyrir því að þetta sé flókið verkefni,“ segir hann.

Lengi hefur verið ljóst að aðstaða fyrir kvenfanga á Íslandi er hvergi nærri nógu góð.

Fangelsið í Kópavogi er talið óhentugt, sérstaklega konum sem afplána lengri dóma. Fangelsið á Hólmsheiði verður með sérstaka kvennadeild þar sem kvenfangar eru aðskildir frá karlföngum. „Þar er sérstök deild fyrir konur sem afplána lengri dóma þar sem þær eru aðskildar frá öðrum föngum og aðbúnaður þeirra tekur mið af því að það sé hægt að afplána til lengri tíma. Aðstaða þeirra verður fullnægjandi og okkur til sóma. Þar verður ein átta manna deild rekin sérstaklega fyrir konur en ef þeim fjölgar þá verður fangelsið hannað þannig að það er hægt að taka aðra deild fyrir átta konur,“ segir Páll en hafa kvenfangar verið frá engum og upp í sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×