Borgin, heimkynni okkar Hjálmar Sveinsson skrifar 14. október 2014 07:00 Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun