Vandamál vegna veikinda starfsmanna hjá Reykjavíkurborg einskorðast ekki við velferðarsvið Hanna Ólafsdóttir skrifar 24. september 2014 07:15 Svo virðist sem óvenju mikið sé um veikindi á meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veikindi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg virðast vera vandamál víðar en á velferðarsviði. Eins og áður hefur komið fram kosta veikindi starfsmanna velferðarsviðs borgina 145 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Á þeim tíma var veikindahlutfall sviðsins 6,1 prósent. Meðaltal veikindahlutfalls hjá skóla- og frístundasviði á fyrstu sex mánuðum ársins var 6,2 prósent en umhverfis- og skipulagssvið var hæst með 6,9 prósent að meðaltali. Að sögn Ingunnar Bjarkar Vilhjálmsdóttur, mannauðsstjóra hjá Attentus, eru þær tölur háar og ástæða til að athuga nánar.Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, mannauðsstjóri hjá Attentus, skoðar veikindafjarvistir starfsmanna og ástæður þeirra fyrir fyrirtæki.„Með þessu áframhaldi hjá velferðarsviði gæti talan endað í 10 til 12 prósentum við árslok. Það er mjög alvarleg tala og bendir til að grípa þurfi til aðgerða,“ segir Ingunn. Aðspurð hvað teljist eðlilegt veikindahlutfall starfsmanna á vinnumarkaði segir Ingunn að því sé erfitt að svara. „Það er erfitt að bera saman veikindahlutföll á milli vinnustaða þar sem oft eru mismunandi upplýsingar notaðar við skráningu á hverjum stað fyrir sig. Þumalputtareglan er að ef að veikindahlutfall er komið yfir fjögur prósent á árs grundvelli, þá er það á rauðu svæði. Maður vill helst sjá tölur frá 0 upp í 2-3 prósent yfir árið. Ég sem mannauðsstjóri skoða þetta árlega með þeim fyrirtækjum sem ég vinn fyrir og ef ég sé að meðaltalið er komið yfir fjögur prósent þá gríp ég til aðgerða.“ Samþykkt var á fundi borgarstjórnar fyrr í mánuðinum að skoða gagngert hvers vegna veikindi starfsmanna borgarinnar séu jafn mikil og raun ber vitni og hvernig bregðast megi við en mannauðsdeildir borgarinnar hafa að undanförnu unnið að viðverustefnu fyrir starfsmenn. Markmið stefnunnar er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu, vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma og draga úr veikindafjarvistum með markvissum aðgerðum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, segir veikindafjarvistir hafa fylgni við efnahagssveifluna. „Þegar mikil eftirspurn er eftir fólki er veikindahlutfall starfsmanna hærra og öfugt. Það virðist vera sem fólk leyfi sér frekar að vera veikt heima þegar það er ekki atvinnuleysi.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Veikindi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg virðast vera vandamál víðar en á velferðarsviði. Eins og áður hefur komið fram kosta veikindi starfsmanna velferðarsviðs borgina 145 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Á þeim tíma var veikindahlutfall sviðsins 6,1 prósent. Meðaltal veikindahlutfalls hjá skóla- og frístundasviði á fyrstu sex mánuðum ársins var 6,2 prósent en umhverfis- og skipulagssvið var hæst með 6,9 prósent að meðaltali. Að sögn Ingunnar Bjarkar Vilhjálmsdóttur, mannauðsstjóra hjá Attentus, eru þær tölur háar og ástæða til að athuga nánar.Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, mannauðsstjóri hjá Attentus, skoðar veikindafjarvistir starfsmanna og ástæður þeirra fyrir fyrirtæki.„Með þessu áframhaldi hjá velferðarsviði gæti talan endað í 10 til 12 prósentum við árslok. Það er mjög alvarleg tala og bendir til að grípa þurfi til aðgerða,“ segir Ingunn. Aðspurð hvað teljist eðlilegt veikindahlutfall starfsmanna á vinnumarkaði segir Ingunn að því sé erfitt að svara. „Það er erfitt að bera saman veikindahlutföll á milli vinnustaða þar sem oft eru mismunandi upplýsingar notaðar við skráningu á hverjum stað fyrir sig. Þumalputtareglan er að ef að veikindahlutfall er komið yfir fjögur prósent á árs grundvelli, þá er það á rauðu svæði. Maður vill helst sjá tölur frá 0 upp í 2-3 prósent yfir árið. Ég sem mannauðsstjóri skoða þetta árlega með þeim fyrirtækjum sem ég vinn fyrir og ef ég sé að meðaltalið er komið yfir fjögur prósent þá gríp ég til aðgerða.“ Samþykkt var á fundi borgarstjórnar fyrr í mánuðinum að skoða gagngert hvers vegna veikindi starfsmanna borgarinnar séu jafn mikil og raun ber vitni og hvernig bregðast megi við en mannauðsdeildir borgarinnar hafa að undanförnu unnið að viðverustefnu fyrir starfsmenn. Markmið stefnunnar er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu, vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma og draga úr veikindafjarvistum með markvissum aðgerðum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, segir veikindafjarvistir hafa fylgni við efnahagssveifluna. „Þegar mikil eftirspurn er eftir fólki er veikindahlutfall starfsmanna hærra og öfugt. Það virðist vera sem fólk leyfi sér frekar að vera veikt heima þegar það er ekki atvinnuleysi.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira