Hláleg saga Pétur Gunnarsson skrifar 23. september 2014 07:00 Nú þegar enn einn ganginn upphefst orðræða um bókaskattinn er vert að rifja upp sögu sem helst má ekki gleymast. Það var árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á byggðu bóli. Þeir sem létu sig bókaútgáfu varða með rithöfunda í broddi fylkingar voru óþreytandi að vekja athygli á þeirri mótsögn að minnsti bókamarkaður veraldar skyldi búa við hæstu skattlagningu í heimi. Í miðri þeirri orrahríð barst liðstyrkur sem um munaði: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér ályktun þar sem skattinum var mótmælt og lagt til afnám hans (en fjármálaráðherra þá var Ólafur Ragnar Grímsson). Hvort þetta var kornið sem fyllti mælinn eða dropinn sem holaði steininn skal ósagt látið, en haustið 1990 urðu þau stórtíðindi að söluskattur á bækur var afnuminn. Við erum enn á dögum nokkur sem tókum þátt í sigurhátíðinni af því tilefni, haldinni í Norræna húsinu við húsfylli þar sem ræður voru fluttar, sungið og spilað að ógleymdum maraþonupplestri úr völdum bókmenntaverkum. Hámarkið var svo þegar þingheimur fór út á hlað og féllst í faðma meðan flugeldum var skotið á loft. Í hönd fóru þrjú hamingjusöm ár, þar til haustið 1993, þegar eins og þruma úr heiðskíru lofti skattinum var aftur komið á (fjármálaráðherra þá var Friðrik Klemenz Sophusson). Af þessari sögu má sjálfsagt draga ýmsa lærdóma, en í hug koma orð ófeimnu löggunnar í Atómstöðinni: „Fólk hefur ekki ímyndunarafl til að skilja stjórnmálamenn.“ Þeir fara yfirleitt óaðfinnanlega með rulluna um bókmenntirnar sem hryggjarstykkið í íslenskri menningu, mikilvægi þeirra fyrir tunguna, mikilvægi tungunnar fyrir tilveru þjóðarinnar, nauðsynina að bregðast við hrakandi læsi… Ég held að þeir skilji líka margir, a.m.k. þeir sem eiga vasareikni, að kostnaður við að prenta íslenska bók er borinn uppi af sárafáum eintökum, en dreifist á tugi þúsunda eintaka hjá „þjóðum sem við viljum bera okkur saman við“. Og stilla þær þó ýmist söluskatti á bækur mjög í hóf eða hafa hann engan, samanber Breta og Íra sem þó geta tungumálsins vegna dreift bókum í hundruðum milljóna eintaka. Núverandi stjórnvöld á Íslandi búast aftur á móti til að slá Evrópumet í skattlagningu á bækur. Nú þegar enn eina ferðina þarf að biðja íslenskum bókmenntum griða, koma í hug orðin sem Árni prófastur Þórarinsson hafði um Guð: að það dygði ekki að tala við hann eins og vitiborna manneskju, heldur miklu fremur eins og barn eða jafnvel óvita. Án þess að ég vilji beinlínis færa meirihluta þingmanna undir þann flokk, hvet ég þá til að hverfa frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á bækur og hverfa aftur til sæludaga áranna 1990–1993 með því að nema hann alfarið af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Nú þegar enn einn ganginn upphefst orðræða um bókaskattinn er vert að rifja upp sögu sem helst má ekki gleymast. Það var árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á byggðu bóli. Þeir sem létu sig bókaútgáfu varða með rithöfunda í broddi fylkingar voru óþreytandi að vekja athygli á þeirri mótsögn að minnsti bókamarkaður veraldar skyldi búa við hæstu skattlagningu í heimi. Í miðri þeirri orrahríð barst liðstyrkur sem um munaði: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér ályktun þar sem skattinum var mótmælt og lagt til afnám hans (en fjármálaráðherra þá var Ólafur Ragnar Grímsson). Hvort þetta var kornið sem fyllti mælinn eða dropinn sem holaði steininn skal ósagt látið, en haustið 1990 urðu þau stórtíðindi að söluskattur á bækur var afnuminn. Við erum enn á dögum nokkur sem tókum þátt í sigurhátíðinni af því tilefni, haldinni í Norræna húsinu við húsfylli þar sem ræður voru fluttar, sungið og spilað að ógleymdum maraþonupplestri úr völdum bókmenntaverkum. Hámarkið var svo þegar þingheimur fór út á hlað og féllst í faðma meðan flugeldum var skotið á loft. Í hönd fóru þrjú hamingjusöm ár, þar til haustið 1993, þegar eins og þruma úr heiðskíru lofti skattinum var aftur komið á (fjármálaráðherra þá var Friðrik Klemenz Sophusson). Af þessari sögu má sjálfsagt draga ýmsa lærdóma, en í hug koma orð ófeimnu löggunnar í Atómstöðinni: „Fólk hefur ekki ímyndunarafl til að skilja stjórnmálamenn.“ Þeir fara yfirleitt óaðfinnanlega með rulluna um bókmenntirnar sem hryggjarstykkið í íslenskri menningu, mikilvægi þeirra fyrir tunguna, mikilvægi tungunnar fyrir tilveru þjóðarinnar, nauðsynina að bregðast við hrakandi læsi… Ég held að þeir skilji líka margir, a.m.k. þeir sem eiga vasareikni, að kostnaður við að prenta íslenska bók er borinn uppi af sárafáum eintökum, en dreifist á tugi þúsunda eintaka hjá „þjóðum sem við viljum bera okkur saman við“. Og stilla þær þó ýmist söluskatti á bækur mjög í hóf eða hafa hann engan, samanber Breta og Íra sem þó geta tungumálsins vegna dreift bókum í hundruðum milljóna eintaka. Núverandi stjórnvöld á Íslandi búast aftur á móti til að slá Evrópumet í skattlagningu á bækur. Nú þegar enn eina ferðina þarf að biðja íslenskum bókmenntum griða, koma í hug orðin sem Árni prófastur Þórarinsson hafði um Guð: að það dygði ekki að tala við hann eins og vitiborna manneskju, heldur miklu fremur eins og barn eða jafnvel óvita. Án þess að ég vilji beinlínis færa meirihluta þingmanna undir þann flokk, hvet ég þá til að hverfa frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á bækur og hverfa aftur til sæludaga áranna 1990–1993 með því að nema hann alfarið af.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun